Járnsíða

Úr LagaWiki
# Bálkur Kaflar Orð Lýsing
1 Þingfararbálkur 6 1.372 Stjórnskipunarlög.
2 Kristindómsbálkur 7 1.323 Guðslög.
3 Mannhelgi 37 6.083 Refsilög.
4 Kvennagiftingar 5 1.349 Hjúskaparlög.
5 Erfðatal 25 2.968 Erfðalög.
6 Landabrigðabálkur 28 3.675 Landbúnaðarlög.
7 Rekabálkur 2 386 Bálkur um reka.
8 Kaupabálkur 21 3.105 Viðskiptalög.
9 Þjófabálkur 11 1.176 Bálkur um stuldi.

Um Járnsíðu

Járnsíða er lögbók sem lögtekin var á árunum 1271 til 1273 og feldi úr gildi lög þjóðveldistímabilsins (Grágás). Lögin sem hún inniheldur voru byggð á Frostaþingslögum frá Noregi. Lögbók þessi féll úr gildi með lögtöku Jónsbókar árið 1281. Lögbókin er varðveitt strangt til tekið í einu handriti, Staðarhólsbók (AM 334 fol.), sem að meginhluta geymir Grágás. Til eru 24 önnur handrit sem skrifuð eru upp úr Staðarhólsbók ýmist beint eða óbeint.

Árið 2005 gaf Sögufélag út Járnsíða og kristinréttur Árna Þorlákssonar eftir Harald Bernharðsson, Magnús Lyngdal Magnússon og Má Jónsson. Inniheldur bókin efni Járnsíðu í stöðluðu og uppfærðu máli ásamt ýmsum skýringum.

Framsetning þessi á Járnsíðu byggir á fyrrnefndri bók sem sjálf byggir á efni Staðarhólsbókar einnar að nær öllu leyti.

Bók Haralds, Magnúsar og Más inniheldur mikinn fróðleik um sögu lögbókarinnar. LagaWiki mælir með lestri hennar en leyfir sér að birta meginefni hennar hér þar sem lagatexti getur ekki verið höfundarréttarvarinn, hvort sem hann er í upprunalegu máli eða nútímavæddu.