Grágás

Úr LagaWiki
# Þáttur Kaflar Orð Lýsing
1 Kristinna laga þáttur 59 17.036 Guðslög.
2 Erfðaþáttur 25 10.741 Erfðalög.
3 Ómagabálkur 37 12.834 Framfærslulög.
4 Festaþáttur 64 16.607 Hjúskaparlög.
5 Um fjárleigur 86 20.268 Landbúnaðarlög og atvinnulög.
6 Vígslóði 126 29.488 Refsilög.
7 Landabrigðisþáttur 74 35.403 Landbúnaðarlög og atvinnulög.
8 Þingskapaþáttur 66 30.284 Stjórnskipunarlög.
9 Baugatal 3 3.879 Skaðabótalög.
10 Lögsögumannsþáttur 583 Stjórnskipunarlög.
11 Lögréttuþáttur 1.821 Stjórnskipunarlög.
12 Rannsóknaþáttur 7 2.261 Þáttur um rannsókn á stuldi.
13 Stakir kaflar úr Konungsbók 5 1.676 Ýmisleg viðfangsefni og nýmæli í lögum.
14 Stakir kaflar úr handritsbroti (AM 315 d fol.) 4 1.684 Landbúnaðarlög og atvinnulög.

Um Grágás

Grágás er lagasafn þjóðveldistímabilsins (930 – 1262/64). Lögin sem það inniheldur voru byggð á Gulaþingslögum frá Noregi. Lög þess féllu úr gildi með lögtöku Járnsíðu á árunum 1271 til 1274. Lagasafnið er varðveitt í nokkrum misheillegum handritum en Staðarhólsbók (AM 334 fol.) og Konungsbók (GKS 1157 fol.) eru þau ítarlegustu.

Árið 1992 gaf Mál og menning út Grágás: Lagasafn íslenska þjóðveldisins eftir Gunnar Karlsson, Kristján Sveinsson og Mörð Árnason. Inniheldur bókin efni handritanna í stöðluðu og uppfærðu máli ásamt ýmsum skýringum.

Framsetning þessi á Grágás byggir á fyrrnefndri bók sem sjálf byggir á efni Staðarhólsbókar og svo efni Konungsbókar þegar hún nær lengra auk nokkurra innskota úr öðrum handritsbrotum. Í lokin eru stakir kaflar úr Landabrigðisþætti sem finnast á handritsbrotinu AM 315 d fol.

Bók Gunnars, Kristjáns og Marðar inniheldur mikinn fróðleik um sögu handritanna, ritunartíma og ritara. LagaWiki mælir með lestri hennar en leyfir sér að birta meginefni hennar hér þar sem lagatexti getur ekki verið höfundarréttarvarinn, hvort sem hann er í upprunalegu máli eða nútímavæddu.

Skammstafanir

Ef texti finnst í einu handriti sem ekki er að finna í hinum þá er hann settur innan hornklofa þar sem hann birtist í því handriti.

Aðalhandrit

Skammstöfun Handrit
K: GKS 1157 fol., Konungsbók
S: AM 334 fol., Staðarhólsbók

Önnur handrit

Skammstöfun Handrit
Ab: AM 135 4to, Arnarbælisbók
Bd: AM 347 fol., Belgsdalsbók
Sk: AM 351 fol., Skálholtsbók
St: AM 346 fol., Staðarfellsbók
Tr: UppsUB R 713, Troilsbók
X: AM 173 c 4to
Y: AM 125 a 4to
Z: AM 181 4to