Jónsbók
# | Bálkur | Kaflar | Orð | Lýsing |
---|---|---|---|---|
1 | Þingfararbálkur | 9 | 2.980 | Stjórnskipunarlög. |
2 | Kristinn réttur og konungserfðir | 11 | 2.822 | Guðslög. |
3 | Konungs þegnskylda | 3 | 764 | Stjórnskipunarlög. |
4 | Mannhelgi | 31 | 8.358 | Refsilög. |
5 | Kvennagiftingar | 6 | 1.878 | Hjúskaparlög. |
6 | Erfðatal | 28 | 5.093 | Erfðalög. |
7 | Framfærslubálkur | 13 | 3.610 | Framfærslulög. |
8 | Landabirgðabálkur | 12 | 2.646 | Landbúnaðarlög. |
9 | Búnaðarbálkur | 59 | 16.119 | Atvinnulög. |
10 | Rekaþáttur | 12 | 3.712 | Bálkur um reka. |
11 | Kaupabálkur | 26 | 5.725 | Viðskiptalög. |
12 | Farmannalög | 27 | 5.515 | Siglingalög. |
13 | Þjófabálkur | 23 | 4.377 | Bálkur um stuldi. |
Um Jónsbók
Jónsbók er lögbók sem lögtekin var árið 1281 og feldi úr gildi Járnsíðu. Ákvæði úr henni eru í gildi enn. Lögbókin er varðveitt í vel á þriðja hundrað handritum, mest allra íslenskra handrita. Mismunandi getur verið eftir útgáfum hversu margar réttarbætur eru látnar fylgja með og hvernig farið er með þær.
Árið 2004 gaf Háskólaútgáfan út Jónsbók: Lögbók Íslendinga hver samþykkt var á alþingi árið 1281 og endurnýjuð um miðja 14. öld en fyrst prentuð árið 1587 eftir Má Jónsson, Gísla Baldur Róbertsson og Harald Bernharðsson. Inniheldur bókin efni handritanna í stöðluðu og uppfærðu máli ásamt ýmsum skýringum.
Bók Más, Gísla og Haralds inniheldur mikinn fróðleik um sögu lögbókarinnar. LagaWiki mælir með lestri hennar en leyfir sér að birta meginefni hennar hér þar sem lagatexti getur ekki verið höfundarréttarvarinn, hvort sem hann er í upprunalegu máli eða nútímavæddu.