Lagasafn handa alþýðu (1885)/Stjórnarskráin

Úr LagaWiki
Lagasafn handa alþýðu Stjórnar-stöðu-löginStjórnarskráinKosninga-löginSveitastjórnar-lögin

Í sextándu grein (16. gr.) á að standa „þá ganga báðar þingdeildirnar“ en í stað þ er lóðrétt strik. Fimmtugasta og þriðja grein (53. gr.) er ranglega númeruð fimmtugasta og fjórða grein (54. gr.) og koma því tvær af þeirri síðari fyrir.


Stjórnarskráin.
[1874. — 5. janúar: Stjórnarskrá um in sérstaklegu málefni Íslands.]

Vér Chr. IX. o. s. fr. g. k.: Eftir að frumvörp til fyrirkomul. á stjórnarmálefnum Ísl. fleirum sinnum höfðu verið lögð fyrir ið ísl. alþingi án þess, að þingið hafði1) viljað aðhyllast þau, hefir alþingi . . . . látið í ljós þá ósk, að vér vildum gefa Ísl. stjórnarbót að því leyti, er snertir in sérstakl. málefni þess . . . . Með því vér höfum fundið ástæðu til að verða við beiðni þeirri, sem þannig er fram komin . . . . höfum vér allra-mildilegast ályktað . . . . að gefa eftirfylgjandi

Stjórnarskrá um in sérstaklegu málefni Íslands.

I. — 1. gr. Í öllum þeim málefnum, sem samkvæmt lögum um ina stjórnarlegu stöðu Íslands í ríkinu 2. janúar 1871, 3. gr., varða Ísland sérstaklega, hefir landið löggjöf sína og stjórn út af fyrir sig, á þann hátt, að löggjafarvaldið er hjá konungi og alþingi í sameiningu, framkvæmdarvaldið hjá konungi, og dómsvaldið hjá dómendunum. — Samkvæmt 2. gr. í téðum lögum tekr Ísland aftr á móti engan þátt í löggjafarvaldinu að því leyti, er snertir in almennu málefni ríkisins, á meðan það ekki hefir fulltrúa á ríkisþinginu, en á hinn bóginn verðr þess heldr ekki krafizt á meðan, að Ísland leggi neitt til inna almennu þarfa ríkisins. — 2. gr. Konungr hefir ið æzta vald yfir öllu inum sérstaklegu málefnum Íslands með þeim takmörkunum, sem settar eru í stjórnarskrá þessari, og lætr ráðgjafann fyrir Ísland framkvæma það. — Ið æzta vald á Íslandi innanlands skal á ábyrgð ráðgjafans fengið í hendr landshöfðingja, sem konungr skipar og hefir aðsetr sitt á Íslandi. Konungr ákvarðar verksvið landshöfðingja. — 3. gr. Ráðgjafinn hefir ábyrgð á því, að stjórnarskránni sé fylgt. Alþingi kemr fyrir sitt leyti ábyrð fram á hendr ráðgjafanum eftir þeim reglum, sem nákvæmar verðr skipað fyrir um með lögum. — Finni alþingi ástæðu til að bera sig upp undan því, hvernig landshöfðingi beitir valdi því, sem honum er á hendr falið, ákvarðar konungr, er alþingi fer þess á leit, í hverju einstöku tilfelli, hvort og hvernig ábyrgð skuli komið fram á hendr honum. — 4. gr. Konungr veitir öll þess konar embætti, sem hann hefir veitt hingað til. Breytingu má á þessu gjöra með lagaboði. Engan má skipa embættismann á Íslandi, nema hann hafi in almennu réttindi innborinna manna og þar á ofan hafi fært sönnur á, að hann hafi fullnægt því, sem fyrir er mælt í inum gildandi ákvörðunum um kunnáttu í máli landsins. Sérhver embættismaðr skal vinna eið að stjórnarskránni. — Konungr getr vikið þeim frá embætti, sem hann hefir veitt það. Eftirlaun embættismanna skulu ákveðin samkvæmt eftirlaunalögunum. — Konungr getr flutt embættismenn úr einu embætti í annað, þó svo, að þeir missi einskis í af embættistekjum, og að þeim sé gefinn kostr á að kjósa, hvort þeir vilji heldr embættaskiftin eða þá lausn frá embætti með eftirlaunum þeim, sem almennar reglur ákveða. — Með lagaboði má undan skilja ýmsa embættismannaflokka auk embættismanna þeirra, sem nefndir eru í 44. grein. — 5. gr. Konungr stefnir saman reglulegu alþingi annaðhvort ár. Án samþykkis konungs má þingið eigi eiga setu lengr en 6 vikur. Breyta má þessu með lögum. — 6. gr. Konungr getr stefnt alþingi saman til aukafunda, og ræðr hann, hversu langa setu það þá skuli eiga. — 7. gr. Konungr getr frestað fundum ins reglulega alþingis um tiltekinn tíma en samt ekki lengr en 4 vikur, nema alþingi samþykkist það, og ekki nema einu sinni á ári. — 8. gr. Konungr getr leyst upp alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga áðr tveir mánuðir séu liðnir frá því það var leyst upp, og alþingi stefnt saman næsta ár eftir að það var leyst upp. — 9. gr. Konungr getr látið leggja fyrir alþingi uppástungur til laga og ályktana. — 10. gr. Samþykkis konungs þarf til þess, að nokkur ályktun alþingis geti fengið lagagildi Konungr annast um, að lögin verði birt og að þeim verði fullnægt. Hafi konungr ekki staðfest eitthvert lagafrumvarp, sem alþingi hefir fallizt á, á undan næsta reglulegu alþingi, er það fallið niðr. — 11. gr. Þegar brýna nauðsyn ber til getr konungr gefið út bráðabirgðalög milli alþinga; eigi mega slík lög samt koma í bága við stjórnarskrána, og ætíð skulu þau lögð fyrir næsta alþingi á eftir. — 12. gr. Konungr náðar menn og veitir almenna uppgjöf á sökum. — 13. gr. Konungr veitir sumpart beinlínis, sumpart með því, að fela það hlutaðeigandi stjórnarvöldum á hendr, leyfi þau og undanþágur frá lögum, sem tíðkazt hafa eftir reglum þeim, sem farið hefir verið eftir hingað til. — II.14. gr. Á alþingi eiga sæti 30 þjóðkjörnir alþingismenn og 6 alþingismenn, sem konungr kveðr til þingsetu. Tölu inna þjóðkjörnu alþingismanna má breyta með lögum. Bæði kosningar inna þjóðkjörnu alþingismana og umboð þeirra, sem kvaddir eru til þingsetu af konungi, gilda venjulega fyrir 6 ára tímabil, og umboð þeirra, sem konungr kveðr til, eins fyrir það, þótt þingið kynni að verða leyst upp. Deyi nokkur eða fari frá af þeim, sem kosnir eru eða kvaddir til þingsetu, meðan á kjörtímanum stendr, skal samt að eins kjósa eða kveðja til þingsetu fyrir það tímabil, sem eftir er af kjörtímanum. — 15. gr. Alþingi skiftist í tvær deildir, efri þingdeild og neðri þingdeild. Í efri deildinni sitja 12 þingmenn, í neðri deildinni 24. Þó má breyta tölum þessum með lögum. — 16. gr. Inir konungkjörnu alþingismenn eiga allir sæti í efri þingdeildinni. Hina þingmennina í efri deildinni kýs alþingi í heild sinni með óbundnum kosningum úr flokki inna þjóðkjörnu alþingismanna fyrir allan kjörtímann í fyrsta sinn, er það kemr saman eftir að nýjar kosningar hafa farið fram. Verði, meðan á kjörtímanum stendr, nokkurt sæti laust í efri þingdeildinni, sem þjóðkjörnir alþingismenn sitja í, | á ganga báðar þingdeildirnar, þegar búið er að kjósa nýjan alþingismann, saman til þess að velja mann í ið lausa sæti meðal þjóðkjörnu þingmannanna fyrir þann kjörtíma, sem eftir er. — 17. gr. Kosningarrétt til alþingis hafa: — a) allir bændr, sem hafa grasnyt og gjalda nokkuð til allra stétta; þó skulu þeir, sem með sérstaklegri ákvörðun kynni að vera undan skildir einhverju þegnskyldugjaldi, ekki fyrir það missa kosningarrétt sinn; — b) kaupstaðarborgarar, ef þeir gjalda til sveitar að minsta kosti 8 krónur (4 rd.) á ári; — c) þurrabúðarmenn, ef þeir gjalda til sveitar að minsta kosti 12 krónur (6 rd.) á ári; — d) embættismenn, hvort heldr þeir hafa konunglegt veitingarbréf eða þeir eru skipaðir af því yfirvaldi, sem konungr hefir veitt heimild til þessa; — e) þeir, sem hafa tekið lærdómspróf við háskólann eða embættispróf við prestaskólann, í Reykjavík, eða eitthvert annað þess háttar opinbert próf, sem nú er eða kann að verða sett, þó ekk séu þeir í embættum, ef þeir eru ekki öðrum háðir. — Þar að auki getr enginn átt kosningarrétt, nema hann sé orðinn fullra 25 ára að aldri þegar kosningin fer fram, hafi óflekkað mannorð, hafi verið heimilisfastr í kjördæminu eitt ár, sé fjár síns ráðandi og honum sé ekki lagt af sveit eða, hafi hann þáð sveitarstyrk, að hann þá hafi endrgoldið hann eða honum hafi verið gefinn hann upp. — 18.gr. Kjörgengr til alþingis er hver sá, sem hefir kosningarrétt samkvæmt því, sem nú var sagt, ef að hann — 1) ekki er þegn annars ríkis eða að öðru leyti er í þjónustu þess; — 2) hefir að minsta kosti í síðustu 5 ár verið í löndum þeim í norðrálfunni, sem liggja undir Danaveldi; og — 3) sé2 orðinn fullra 30 ára að aldri þegar kosningin fer fram. — Kjósa má samt þann mann, sem á heima utan kjördæmis eða hefir verið þar skemr en eitt ár. — Inar nákvæmari reglur um kosningarnar verða setta í kosningarlögunum. — III.19.gr. Ið reglulega alþingi skal koma saman fyrsta virkan dag í júlímánuði annaðhvort ár, hafi konungr ekki til tekið annan samkomudag saman ár. — 20. gr. Samkomustaðr alþingis er jafnaðarlega í Reykjavík. Þegar sérstaklega er á statt, getr konungr skipað fyrir um, að alþingi skuli koma saman á öðrum stað á Íslandi. — 21. gr. Hvor alþingisdeildin um sig á rétt á að stinga upp á lagaboðum og samþykkja þau fyrir sitt leyti; einnig má hvor þingdeildin fyrir sig senda konungi ávörp. — 22. gr. Hvor þingdeildin fyrir sig getr sett nefndir af þingmönnum til þess, meðan þingið stendr yfir að rannsaka málefni, sem eru áríðandi fyrir almenning. Þingdeildin getr veitt nefndum þessum rétt á að heimta skýrslur, munnlegar og bréflegar, bæði af embættismönnum og einstökum mönnum. — 23. gr. Engan skatt má á leggja, né breyta, né af taka nema með lagaboði; ekki má heldr taka lán, er skuldbindi Ísland, né selja eða með öðru móti láta af hendi neina af jarðareignum landsins, nema slíkt sé með lagaboði ákveðið. — 24. gr. Ekkert gjald má greiða af hendi, nema heimild sé til þess í fjárlögum eða fjáraukalögum. — 25. gr. Fyrir hvert reglulegt alþingi, undir eins og það er saman komið, skal leggja frumvarp til fjárlaga fyrir Ísland fyrir tveggja ára fjárhagstímabilið, sem í hönd fer. Með tekjunum skal telja bæði ið fasta tillag og aukatillagið, sem samkvæmt lögum um ina stjórnarlegu stöðu Íslands í ríkinu 2. janúar 1871, 5. gr. sbr. 6. gr., er greitt úr inum almenna ríkissjóði til inna sérstaklegu gjalda Íslands, þó þannig, að greiða skuli fyrir fram af tillagi þessu útgjöldin til innar æztu innlendu stjórnar Íslands og fulltrúa stjórnarinnar á alþingi, eins og þau verða ákveðin af konunginum. — Gjöld, sem ákveðin eru með eldri lögum, tilskipunum, konungsúrskurðum eða öðrum gildum ákvörðunum, skulu, þangað til breyting verðr á því gjörð með lögum, bæði í frumvarpinu til fjárlaganna og í þeim sjálfum færð til með þeim upphæðum, sem einu sinni eru ákveðnar, nema krafizt sé sérstaklega viðbótar fyrir ið einstaka fjárhagstímabil eða hún veitt. — Frumvarp til fjárlaganna og eins frumvörp til fjáraukalaga skal jafnan fyrst leggja fyrir neðri deild alþingis. — 26. gr. Hvor þingdeild kýs yfirskoðunarmann, og skulu þeim veitt laun fyrir starfa sinn. Yfirskoðunarmenn þessir eiga að gagnskoða ina árlegu reikninga um tekjur og gjöld landsins, og gæta þess, að tekjur landsins séu þar allar taldar og að ekkert hafi verið út goldið án heimildar. Þeir geta krafizt að fá allar skýrslur þær og skjöl, sem þeim þykir þurfa. Síðan skal safna þessum ársreikningum fyrir hvert tveggja ára fjárhagstímabil í einn reikning og leggja hann fyrir alþingi ásamt með athugasemdum yfirskoðunarmanna, og skal því næst samþykkja hann með lagaboði. — 27. gr. Ekkert lagafrumvarp má samþykkja til fullnaðar fyr en það hefir verið rætt þrisvar sinnum í hvorri þingdeildinni um sig. — 28. gr. Þegar lagafrumvarp er samþykt í annarihvorri þingdeildinni, skal það lagt fyrir hina þingdeildina í því formi, sem það er samþykt. Verði þar breytingar á gjörðar, gengr það aftr til fyrri þingdeildarinnar. Verði hér aftr gjörðar breytingar, fer frumvarpið að nýju til hinnar deildarinnar. Gangi þá enn eigi saman, ganga báðar deildirnar saman í eina málstofu, og leiðir alþingi þá málið til lykta eftir eina umræðu. Þegar alþingi þannig myndar eina málstofu, þarf til þess, að gjörð verði fullnaðarályktun á máli, að tveir þriðjungar þingmanna úr hvorri deildinni um sig séu á fundi og eigi þátt í atkvæðagreiðslunni; ræðr þá atkvæðafjöldi úrslitum um in einstöku málsatriði, en til þess að lagafrumvarp, að undan skildum frumvörpum til fjárlaga og fjáraukalaga, verði samþykkt í heild sinni, þarf aftr á móti að minsta kosti að tveir þriðjungar atkvæða þeirra, sem greidd eru, séu með frumvarpinu. — 29. gr. Alþingi sker sjálft úr, hvort þingmenn þess séu löglega kosnir. — 30. gr.. Sérhver nýr3 þingmaðr skal vinna eið að stjórnarskránni, undir eins og búið er að viðrkenna, að kosning hans sé gild. — 31. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína, og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum. — Embættismenn þeir, sem kosnir verða til alþingis, þurfa ekki leyfi stjórnarinnar til þess að þiggja kosninguna, en skyldir eru þeir til, án kostnaðar fyrir landsjóðinn að annast um, að embættisstörfum þeirra verði gegnt á þann hátt, sem stjórnin álítr nægja. — 32. gr. Meðan alþingi stendr yfir má ekki taka neinn alþingismann fastan fyrir skuldir án samþykkis þeirrar deildar, er hann sitr í, né heldr setja hann í varðhald eða höfða mál á móti honum, nema hann sé staðinn að glæp. — Enginn alþingismaðr verðr krafinn til reikningsskapar utan þings fyrir það, sem hann hefir talað á þinginu, nema þingdeildin, sem í hlut á, leyfi. — 33. gr. Komist sá, sem löglega er kosinn, í einhverjar þær kringumstæður, sem svifta kjörgengi, missir hann rétt þann, sem kosningunni fylgir. — 34. gr. Landshöfðingjanum skal heimilt vegna embættisstöðu sinnar að sitja á alþingi, og á hann rétt á að taka þátt í umræðum eins oft og hann vill, en gæta verðr hann þingskapa. — Stjórnin getr einnig veitt öðrum manni umboð til að vera á þingi við hlið landshöfðingja og að láta því í té skýrslur þær, sem virðast nauðsynlegar. Í forföllum landshöfðingja má veita öðrum umboð til þess að semja við þingið. — Atkvæðisrétt hefir landshöfðinginn eða sá, sem kemr í hans stað, því að eins, að þeir séu jafnframt alþingismenn. — 35. gr. Hvor þingdeildin um sig og eins ið sameinaða alþingi kýs sjálft forseta sinn og varaforseta. — 36. gr. Hvorug þingdeildin má gjöra ályktun um neitt, nema að minsta kosti tveir þriðjungar þingmanna séu á fundi og greiði þar atkvæði. — 37. gr. Heimilt er hverjum alþingismanni að bera upp í þeirri þingdeildinni, sem hann á sæti í, sérhvert opinbert málefni, ef hún leyfir það, og beiðast þar um skýrslu. — 38. gr. Hvorug þingdeildin má taka við einnu málefni, nema einhver þingdeildarmanna taki það að sér til flutnings. — 39. gr. Þyki þingdeildinni ekki ástæða til að gjöra ályktun um eitthvert málefni, þá getr hún vísað því til landshöfðingjans eða ráðgjafans. — 40. gr. Fundir beggja þingdeildanna og ins sameinaða alþingis skulu haldnir í heyrandi hljóði. Þó getr hlutaðeigandi forseti eða svo margir þingmenn, sem tiltekið er í þingsköpunum, krafizt að öllum utanþingsmönnum sé vísað burt, og skal þá þing það, er hlut á að máli, skera úr, hvort ræða skuli málefnið í heyrandi hljóði eða á heimulegum fundi. — 41. gr. Þingsköpin handa inu sameinaða alþingi og báðum deildum þess skulu sett með lagaboði. — IV.42. gr. Skipun dómsvaldsins verðr ei ákveðin nema með lagaboði. — 43. gr. Dómendr eiga rétt á að skera úr öllum ágreiningi um embættistakmörk yfirvaldanna. Þó getr sá, sem þar um leitar úrskurðar, ekki komið sér hjá að hlýða yfirvaldsboðinu í bráð með því að skjóta málinu til dóms. — 44 gr. Dómendr skulu í embættisverkum sínum fara einungis eftir lögunum. Þeim dómendum, sem ekki hafa að auk umboðs-störf á hendi, verðr ekki vikið úr embætti nema með dómi, og ekki verða þeir heldr fluttir í annað embætti á móti vilja þeirra, nema þegar svo stendr á, að verið er að koma nýrri skipun á dómstólana. Þó má veita þeim dómara, sem orðinn er fullra 65 ára gamall, lausn frá embætti, en eigi skal hann missa neins í af launum sínum. — V.45. gr. In evangeliska lúterka kyrkja skal vera þjóðkyrkja á Íslandi, og skal ið opinbera að því leyti styðja hana og vernda. — 46. gr. Landsmenn eiga rétt á að stofna félög til að þjóna guði með þeim hætti, sem bezt á við sannfæringu hvers eins; þó má ekki kenna eða fremja neitt, sem er gagnstætt góðu siðferði og alsherjar reglu. — 47. gr. Enginn má neins í missa af borgaralegum og þjóðlegum réttindum fyrir sakir trúarbragða sinna, né heldr má nokkur fyrir þá sök skorast unndan almennri félagsskyldu. — IV.48. gr. Sérhver sá, sem tekinn er fastr, skal leiddr fyrir dómara svo fljótt sem auðið er. Megi þá eigi jafskjótt láta hann lausan aft, ber dómaranum svo fljótt sem verðr, og í seinasta lagi áðr en 3 dagar séu liðnir frá því, að sá, sem tekinn er fastr, var leiddr fyrir dómara, að leggja á úrskurð, er bygðr sé á tilgreindum ástæðum, um, hvort hann skuli settr í varðhald, og megi láta hann lausan móti veði, þá skal ákveðið í úrskurðinum, hvert eða hversu mikið það skuli vera. — Úrskurði þeim, sem dómarinn kveðr upp, má sjá, sem í hlut á, þegar skjóta sér í lagi til æðra dóms. — Engan mann má setja í gæzluverðhald fyrir yfirsjón, er að eins varðar fésekt eða einföldu fangelsi. — 49. gr. Heimilið er friðheilagt. Ekki má gjöra húsleit né kyrrsetja bréf og önnur skjöl og rannsaka þau, nema eftir dómsúrskurði, ef lögin ekki gjöra sérlega undantekning. — 50. gr. Eignarréttrinn er friðhelgr. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína, nema almenningsþörf krefji; þarf til þess lagaboð og komi fult verð fyrir. — 51. gr. Öll bönd þau, er hamla frelsi í atvinnuvegum og jafnrétti manna til atvinnu og eigi eru bygð á almenningsheillum, skal af taka með lagaboði. — 52. gr. Sá sem ekki getr séð fyrir sér og sínum, og sé hann ekki skyldu-ómagi annars manns, skal eiga rétt á að fá styrk úr almennum sjóði, en þá skal hann háðr vera skyldum þeim, er lögin áskilja. — 54. gr. Hafi foreldrar eigi efni á að fræða sjálf börn sín eðr séu börnin munaðarlaus og öreigar, er það skylda ins opinbera að sjá þeim fyrir uppfræðingu og framfæri. — 54. gr. Hver maðr á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar á prenti; þó verðr hann að ábyrgjast þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar tálmanir fyir prentfrelsið má aldrei innleiða. — 55. gr. Rétt eiga menn á að stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi, án þess að leyfi þurfi að sækja til þess. Ekkert félag má leysa upp með stjórnarráðstöfun. Þó má banna félög um sinn, en þá verðr þegar að höfða mál gegn félaginu, til þess það verði leyst upp. — 56. gr. Rétt eiga menn á að safnast saman vopnlausir. Lögreglustjórninni er heimilt að vera við almennar samkomur. Banna má mannafundi undir berum himni, þegar uggvænt þykir, að af þeim leiði óspektir. — 57. gr. Sérhver vopnfær maðr er skyldr að taka sjálfr þátt í vörn landsins eftir því, sem nákvæmar kann að verða fyrir mælt þar um með lagaboði. — 58. gr. Rétti sveitarfélaganna til að ráða sjálf málefnum sínum með umsjón stjórnarinnar skal skipað með lagaboði. — 59. gr. Skattgjalda-málum skal koma fyrir með lagaboði. — 60. gr. Öll sérstakleg réttindi, er lögin hafa bundð við aðal, nafnbætr og tign, skulu vera af tekin. — VII.61. gr. Uppástungur, hvort heldr er til breytinga eðr viðauka á stjórnarskrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu alþingi og auka-alþingi. Nái uppástungan um breytingu á stjórnarskránni samþykki beggja þingdeildanna, skal leysa alþingi upp þá þegar og stofna til almennra kosninga af nýju. Samþykki ið nýkosna alþingi ályktunina óbreytta og nái hún staðfestingu konungs, þá hefir hún gildi sem stjórnarlög. — 62. gr. Stjórnarskrá þessi öðlast gildi 1. dag ágústm. 1874, jafnhliða inum nákvæmari reglum til bráðabirgða, sem leiðir af þeim ákvörðunum um stundar sakir, sem hér koma á eftir. —

Akvarðanir um stundarsakir.

1. [sjá nú: l. um kosn. til alþ. 14. sept. 1877]. — 2. Þangað til lög þau, sem getið er um í 3. gr., koma út, skal hæsti-réttr ríkisins dæma mál þau, er alþingi höfðar á hendr ráðgjafanum fyrir Ísland fyrir afbrigði gegn stjórnarskránni, eftir þeim málsfærslu-reglum, sem gilda við téðan rétt. — 3. [sjá nú: l. um þingsköp handa alþ. Isl. 7. apríl 1876]. — 4. [fallið burt af sjálfu sér með árinu 1875].


1) Þannig í texta stjórnarinnar (á að vera: hefði).
2) Þannig í texta stjórnarinnar (á að vera: er).
3) Án efa er hér með „nýr“ átt við þann, er eigi hefir fyrri á þingi setið, en als ekki tilgangrinn að gamlir þingmenn skuli vinna eið á ný í hvert sinn, sem þeir eru endrkosnir. Engu að síðr hefir þessi grein verið skilin í gagnstæða átti í framkvæmdinni til þessa (sbr. alþ. tíð. 1881. II, 5.)