Lagasafn handa alþýðu (1885)/Kosninga-lögin
Lagasafn handa alþýðu | Stjórnar-stöðu-lögin • Stjórnarskráin • Kosninga-lögin • Sveitastjórnar-lögin |
Vér Chr. IX. o. s. frv. g. k.: Alþingi hefir fallizt á lög þessi og vér staðfest þau með samþykki voru: — Kosningar-réttr og kjörgengi. — 1. gr. Með þeim takmörkunum, sem nákvæmar eru teknar fram hér á eftir (1. — 5. gr.) hafa kosningarrétt til alþingis: — [sjá Stjórnarskrárinnar 17. gr., stafl. a) til e)]. — Þar að auki getr enginn átt kosningarrétt, nema hann sé orðinn fullra 25 ára að aldri þegar kosningin fer fram. —2. gr. Enginn getr átt kosningarrétt, nema hann hafi óflekkð mannorð; en sá verðr eigi talinn að hafa óflekkað mannorð, sem sekr er orðinn að laga-dómi um nokkurt það verk, sem svívirðilegt er að almennings-áliti, nema því að eins að hann hafi fengið uppreist æru sinnar samkv. tilsk. 12. marz 1870. — 3. gr. Enginn getr átt kosningrrétt, sem eigi er fjár síns ráðandi eða sem orðinn er gjaldþrota.1 — 4. gr. Enginn getr átt kosningarrétt, sem þiggr af sveit eða hefir þegið sveitarstyrk, nema hann sé annaðhvort endrgoldinn eða honum hafi verið gefinn hann upp.2 — 5. gr. Engin getr átt kosningarrétt, nema hann, þá er kosning fer fram, hafi verið heimilsfastr í kjördæminu eitt ár Sá, sem hefir fast aðsetr á fleiri stöðum, segir sjálfr til á hverjum staðnum hann vilji neyta kosningarréttar síns. — 6. gr. Kjörgengr til alþingis er hver sá, sem hefir kosningarrétt samkv. greinunum að framan, ef hann — 1) ekki er þegn annars ríkis eða í þjónustu þess3 [«2) ... 3) .... skemr en 1 ár» samhljóða 18. gr. Stj.skr.] — Kjörskrár. — 7. gr. Hlutaðeigandi hreppsnefnd eða bæjarstjórn skal semja og halda kjörskrár yfir þá menn í hverjum hreppi eða bæ, sem kosningarrétt hafa. — 8. gr. Á kjörskrárnar skal setja í sérstaka dálka fult nafn kjósenda, aldr þeirra, stétt og heimili, og skal á skránum vera rúm, þar sem rituð verðr atkvæðagreiðsla kjósanda. Á hverri kjörskrá skal raða niðr nöfnum kjósanda eftir stafaröð. — 9. gr. Kjörskrárnar skulu samdar einu sinni á ári hverju; skulu þær kjörskrár lagðar til grundvallar, sem þá eru í gildi, en þeir kjósendr úr feldir, sem síðan eru dánir eða hafa fluzt burtu eða mist kosingarrétt sinn (2., 4. og 5. gr.), og þeim bætt við, sem síðan hafa öðlazt kosningarrétt eða sem fyrir 1. júlí-mán. fullnægja þeim skilyrðum, sem sett eru um aldr og heimili. Enn fremr skulu þeir, sem að vísu enn þá ekki hafa fullnægt þeim skilyrðum, sem síðast var getið, en sem vænta má að muni fullnægja þeim einhvern tíma á því ári, er kjörskrárnar skulu gilda fyrir, teknir upp á skrá sér, og skal um leið tilgreina þann dag í árinu, er þeir annaðhvort verða fullra 25 ára að aldri, eða hafa verið heimilisfastir í kjördæminu eitt ár. — 10. gr. Kjörskránar skulu leiðréttar í marzmánuði ár hvert. Efasemdum þeim, sem þá kunna að koma fram, skal hlutaðeigandi hreppsnefnd eða bæjarstjórn skera úr, þá er búið er að fá skýringar um málið. — 11. gr. Frá 1. til 21. apríl, að báðum þessum dögum með töldum, skulu kjörskrárnar liggja öllum til sýnis á þeim stað, sem er hentugr fyrir hrepps- og bæjarbúa, eða eftir atvikum á fleiri slíkum stöðum. Staðfest eftirrit af skránum má hafa til þess að leggja fram. Hvenær og hvar skrárnar verða lagðar fram, skal birta að minsta kosti með með 14 daga fyrirvara við kyrkjufund eða á annan þann hátt, sem vant er að birta almennar auglýsingar þar á staðnum. — 12. gr. Áðr en 8 dagar eru eru liðnir frá þeim tíma, er kjörskrárnar hafa legið til sýnis, skal hver sá, er ætlar, að sér sé ranglega slept á skránni, eða að einhver sé þar, sem eigi hafi rétt til þess að standa þar, bera upp fyrir oddvita hlutaðeigandi sveitar- eða bæjarstjórnar tilmæli sín um, að verða tekinn upp á skrárnar, eða kröfu sína um að nafn hins verði dregið út og skulu til færðar ástæður þær, sem krafan er bygð á. — 13. gr. Aðfinningum þeim við kjörskrárnar, er þannig eru komnar fram, skal hlutaðeigandi sveitar- eða bæjarstjórn skera úr á opinberum fundi, sem skal haldinn áðr en 3 næstu vikur eru liðnar. Til þess fundar skulu með 8 daga fyrirvara kvaddir bæði þeir, sem fram hafa komið með aðfinningar, og þeir, sem mælt er á móti, og skal inum síðar nefndu um leið skýrt frá, hver mótmæli komin séu fram gegn þeim. Samkvæmt þeim skjölum, sem málspartarnir leggja fram, og framburði þeirra vitna, sem þeir leiða, skal leggja úrskurð á ágreining þann, sem fram er kominn, og hann ritaðr með fám orðum í ina venjulegu gjörðabók hlutaðeigandi sveitar- eða bæjarstjórnar. Þegar búið er að leiðrétta kjörskrárnar samkvæmt þessu, skal oddviti hlutaðeigandi sveitar- eða bæjarstjórnar rita nafn sitt undir þær. Eftir þetta verðr á því ári engin breyting gjörð á kjörskránum, nema dómr sé á undan genginn (16. gr.) — 14. gr. Þá er búið er að leiðrétta kjörskrárnar, skulu þær alstaðar nema í Reykjavík samdar í tvennu lagi, og skal oddviti hlutaðeigandi sveitar- eða bæjarstjórnar tafarlaust senda aðra skrána oddvita þeirrar sýslunefndar, sem í hlut á. Hann skal fyrir 1. d. júlím. skýra hlutaðeigandi amtmanni frá, hvort hann hafi tekið við öllum kjörskránum, en ef svo er ekki, hverjar vanti. Amtmaðr skal þá sjá um, að þær skrár, sem vantar, verði útvegaðar tafarlaust, og beita hæfilegum þvingunarsektum, ef á þarf að halda. — Í Reykjavík skal oddviti bæjarstjórnarinnar fyrir þann tíma, sem getið var, skýra amtmanninum yfir suðramtinu frá, hvort búið er að leiðrétta kjörskrána. — 15. gr. Verði það uppvíst, að kjörskrárnar séu eigi leiðréttar á lögskipaðan hátt, skal skýra landshöfðingja frá því, og skal þá þegar ákveðið, hvort höfða skuli lögsókn, og skal amtmaðr þar að auki skipa hlutaðeigandi sveitar- eða bæjstjórn að gjöra tafarlaust þær ráðstafanir, sem fyrirskipaðar eru í lögunum, og leggja við hæfilega þvingunarsekt, ef á þarf að halda. Amtmaðr skal, þegar svo á stendr, hafa vald til að stytta hvern þann frest, sem ákveðinn er í lögunum. — 16. gr. Sá, sem er óánægðr með úrskurð þann, er synjar honum kosningarréttar, má heimta að sér verði fengið eftirrit af úrskurðinum kauplaust, og getr hann látið málið ganga til dóms og laga. Mál út af þessu skal farið með sem gestaréttar-mál. Málspartarnir eru fyrir undirrétti undanþegnir því, að greiða réttar-gjöld, og skal ið opinbera skipa mann fyrir hönd sveitar- eða bæjarstjórnarinnar, sem stefnt er. Verði það dæmt, að sá, sem í hlut á, eigi kosingarrétt, skal taka hann upp á kjörskrána jafnskjótt og hann leggr fram eftirrit af dóminum. — 17. gr. Kjörskrárnar gilda frá 1. júlí til 30. júní árið eftir. Samkvæmt þessum skrám skulu allar kosningar til alþingis fram fara á því ári, þó þannig, að þess verði gætt, að þeir menn, sem á aukaskránni eru (9. gr.), að eins hafa rétt til þess að greiða atkvæði, ef þeir fyrir kosningardaginn hafa fullnægt þeim skilyrðum, sem sett eru um aldr og heimili. Ef kosning kemr fyrir fleiri sinnum á árinu, skal eftirrit af skránum, sem staðfest sé af hlutaðeigandi sveitar- og bæjarstjórn, vera til reiðu til afnota við ina nýju kosningu. — Kjördæmi og kjörstjórnir. — 18. gr. Sérhver sýsla á landinu skal vera eitt kjördæmi, að undanteknum Skaftafells og Þingeyjar sýslum, sem hvorri um sig skal skift í tvö sérstök kjördæmi með þeim takmörkum, sem hingað til hafa verið. Kaupstaðrinn Reykjavík með því nágrenni, sem heyrir undir lögsagnarumdæmi bæjarins, skal vera kjördæmi fyrir sig. — Tölu innan þjóðkjörnu alþingismanna, sem ákveðin er í stjórnarskrá um in sérstaklegu málefni Íslands, 5. jan. 1874, 14. gr., skal skift niðr á þann hátt, að 2 alþingismenn séu kosnir í sérhverju af kjördæmum þeim, sem hér skulu talin: Gullbringu og Kjósar-sýslu, Árness sýslu, Rangárvalla sýslu, Ísafjarðar sýslu ásamt Ísafjarðar kaupstað, Húnavatns sýslu, Skagafjarðar sýslu, Eyjafjarðar sýslu ásamt Akreyrar kaupstað, Norðr-Múla sýslu, og Suðr-Múlasýslu; en í hverju hinna kjördæmanna, sem eru in 2 kjördæmi í Skaftafells og Þingeyjar sýslum hvorri um sig, Vestmannaeyja sýsla, Reykjavíkr kaupstaðr, Borgarfjarðar sýsla, Mýra sýsla, Snæfellsness og Hnappadals sýsla, Dala sýsla, Barðastrandar sýsla og Stranda sýsla, skal kjósa einn alþingismann. — 19. gr. Fyrir hvert kjördæmi skal setja kjörstjórn. Skal í Reykjavík oddviti bæjarstjórnarinnar vera oddviti kjörstjórnarinnar, og skulu að auki vera í henni 2 menn, sem bæjarstjórnin kveðr til, 1 úr sínum flokki og 1 úr flokki kjósanda í kaupstaðnum; en í hinum kjördæmunum er sýslumaðr oddviti kjörstjórnarinnar, og eru í henni að auki 1 af sýslunefndarmönnum og 1 af kjósendum, sem sýslunefndin kýs. — 20. gr. Oddviti kjörstjórnarinnar stendr fyrir öllum undirbúningi undir sjálfa kosninguna og sér um, að kjörskrárnar séu við á kjörþinginu. — 21. gr. Kjörstjórnin heldr kjörbók, þar sem bókað skal, að fram hafi verið lagðar kjörskrárnar og þau bréf, sem til hennar eru komin. Í kjörbókina skal rita það helzta af því, sem fram fer á kjörþinginu; en þar með skal þó eigi telja ræður þær, sem haldnar verða. Kjörstjórnin skal rita nöfn sín undir kjörbókina, og skal í Reykjavík bæjarstjórnin geyma hana, en annarstaðar sýslunefndirnar. — Í síðasta lagi 8 dögum eftir kosninguna skal oddviti kjörstjórnarinnar senda landshöfðingja staðfest eftirrit af því, sem ritað er í kjörbókina um kosningu þá, sem fram hefir farið. Landshöfðingi fær síðan alþingi, er það kemr saman, eftirrit þetta ásamt þeim skýrslum, sem honum hefir þótt ástæða til að útvega. — Þingmannaefni. — 22. gr. Enginn, sem ekki mætir sjálfr á kjörfundi, hvort heldr hann á heimili innan kjördæmis eða utan, getr orðið fyrir kosningu þegar kjósa á alþingismenn, nema einn eða fleiri af kjósendum í kjördæminu í síðasta lagi fyrir náttmál kvöldinu fyrir þann dag, er kosningin skal fram fara, hafi skriflega skýrt oddvita kjörstjórnarinnar frá, að hann taki við kosningu, og lýsi því yfir, að þeir vilji mæla fram með honum til þeirrar kosningar, sem til stendr, og skal þar með fylgja skrifleg yfirlýsing frá þeim, sem í hlut á, um, að hann sé fús til þess að taka á móti kosningunni og að hann eigi hafi látið bjóða sig fram til kosningar í nokkru öðru kjördæmi, sem eigi hafi þá þegar hafnað framboði hans. — Nú vilja nokkrir kjósendr kjósa til alþingismanns einhvern þeirra, sem á kjörþingi eru; skal hann þá gefa kost á sér, áðr en kosning byrjar, svo að oddviti kjörstjórnarinnar viti, að hann vill við kosningu taka, og geti boðið hann fram. — 23. gr. Það er eigi nauðsynlegt, að kjörgengi þingmanna-efna sé sönnuð fyrir kjörstjórninni. Komi fram við kosninguna mótmæli gegn kjörgengi þeirra, getr kjörstjórnin að vísu eigi bannað umræður um það, en heldr ekki fyrir þá sök skorazt undan að bjóða þá fram til kosningar. Alþingi fellir úrskurð um kjörgengi þeirra, sem kosnir eru. — 24. gr. Verði það uppvíst, að eitthvert þingmannsefni hafi gefið kost á sér í fleirum en einu kjördæmi, en sú kosning eða þær kosningar ógildar, sem hann kann að verða fyrir, nema því að eins að skilyrði því, sem sett er í 22. gr., sé fullnægt. — Kosningarnar — 25. gr. Inar almennu kosningar á þjóðkjörnum alþingismönnum eiga venjulega fram að fara 6. hvert ár. — Þegar slíkar kosningar eiga fram að fara, annaðhvort fyrir þá sök, að kjörtíminn er á enda, eða vegna þess að alþingi er rofið, verðr gefið út um það opin bréf, þar sem konungr skipar fyrir, að kosningarnar skuli fram fara. — Kosningarnar skulu venjulega haldnar í september-mán. árið áðr en alþingi skal koma saman. — 26. gr. Kjörtíminn fyrir allar kosningar skal talinn frá 1. september, ef ákveðið er samkvæmt greininni á undan, að kosningarnar skuli fram fara á þeim mánuði; en ef það kynni að verða ákveðið, að kosningarnar skuli fram fara á öðrum tíma árs, skal nákvæmara sagt fyrir um það í fyrnefndu opnu bréfi, frá hvaða degi kjörtíminn skuli talinn. — 27. gr. Ef kjósa þarf einstakan þjóðkjörinn alþingismann, gildir in nýja kosning fyrir svo langan tíma, sem sá átti eftir, er frá fór. — Þegar einstakar kosningar skulu fram fara, gjörir landshöfðinginn fyrirskipun um það. — 28. gr. Kosningarnar fram fara í kjördæmi hverju á kjörþingi, og má hver koma þar, er vill. — 29. gr. Kjörþing skal halda á þeim þingstað, sem næstr er miðju kjördæminu, en sé hann óhentugr, þá á öðrum stað, sem amtmaðr til tekr eftir uppástungu sýslunefndarinnar. — 30. gr. Oddviti kjörstjórnarinnar skal til taka dag og klukkustund, er kjörþingið skal haldið, og auglýsa með 4 vikna fyrirvara á kyrkjufundum, eða á annan venjulegan hátt, kjörþingisstaðinn, og nær kjörþingið skal haldið. — 31. gr. Oddviti kjörstjórnarinnar setr kjörþingið, og er hann hefir lesið upp ið konunglega opna bréf eða þann úrskurð landshöfðingja, er fyrirskipar kosninguna, leiðir hann athygli kjósendanna að því, hver tilgangrinn sé með kosninguna, og hve mikils varðandi hún sé. Hann nefnir síðan nöfn þess eða þeirra þingmanna-efna, sem boðið hafa sig fram, og svo þeirra kjósenda, sem mæla fram með kosningu þeirra, og skorar á þá að ganga fram og kannast við meðmælingu sína. Séu þeir eigi komnir á fund, og hafi eigi tjáð forföll, sem kjörstjórnin álítr gild, eða ef þeir skorast undan að standa við ina skriflegu meðmæling sína, verðr hún eigi tekin til greina, og ef þannig má álíta að einhver af þeim, sem gefið hafa til kynna, að þeir tækju við kosningu, hafi eigi lengr meðmæling til kosningar frá neinum kjósanda í kjördæminu, getr hann eigi orðið boðinn fram til kosningar. — Kjósendr þeir, sem eru á fundi og standa þar við meðmæling sína með einhverju þingmannsefni, eiga rétt á að taka til máls, og ið sama er um þau þingmanna-efni, sem boðnir eru fram til kosningar. Að öðru leyti má bjóða þingmannsefni fram til kosningar, þótt eigi sé hann sjálfr á kjörþingi. Enn fremr er sérhverjum kjósanda, sem er við staddr, heimilt að leggja spurningar fyrir þá kjósendr, sem mæla fram með einhverjum til kosningar, og eins fyrir þingmanna-efni þau, sem eru á fundinum, og er þeim sömuleiðis heimilt að svara spurningunum. Samt má eigi bera upp neina slíka spurningu fyrr en meðmælendunum og þeim þingmannaefnum, sem eru við staddir, hefir verið gefinn kostr á að taka til máls. Kjósendr þeir, er mæla fram með einhverjum til kosningar, og þingmannaefni, skulu látnir taka til orða eftir upphafsstaf í nöfnum þingmannaefnanna. — Oddviti stýrir umræðunum og skal sjá um, að bæði þær og öll kosningin fari fram í góðri reglu. Enginn af kjörstjórnunum má tala með eða á móti kosningu nokkurs þingmannsefnis. — Oddviti slítr umræðunum þegar honum þykir það við eiga, og skorar hann síðan á kjósendr að ganga til kosningar með því að gefa atkvæði sitt einum, eða í þeim kjördæmum, þar sem kjósa skal 2 alþingismenn, tveimr af þeim þingmannaefnum, sem boðnir hafa verið fram til kosningar. Þótt eigi séu fleiri þingmannaefni, en kjósa skal í kjördæminu, skal atkvæðagreiðsla samt fram fara (sbr. 34. gr.). — 32. gr. Kjörstjórnin ákveðr, í hvaða röð hrepparnir kjósa; kjósendr úr hverjum hreppi greiða atkvæði eftir stafaröð á kjörskránni. Enginn getr neytt kosningarréttar síns, nema hann sjálfr komi á kjörþing. — 33. gr. Oddviti kjörstjórnarinnar á eigi þátt í því að taka við atkvæðum. Einn af hinum, sem í kjörstjórninni eru, ritar, eftir að hann hefir kannazt við kjósendrna, nafn þess, eða í þeim kjördæmum, þar sem kjósa skal 2 alþingismenn, nöfn þeirra tveggja þingmannaefna, sem kjósandi greiðir atkvæði sitt, við hliðina á hans eigin nafni í sjálfri kjörskránni. Annar úr kjörstjórninni ritar á sérstaka atkvæðaskrá nafn kjósanda við hliðina á nafni þess eða þeirra þingmanna-efna, sem hann hefir gefið atkvæði sitt. Áðr en kjósandinn gengr frá, skal lesa upp fyrir honum bæði hans eigið nafn, og þess eða þeirra nöfn, sem hann hefir kosið, til tryggingar því, að rétt sé ritað á báðar skrárnar, og að því beri saman hverjum við annað. — Þegar engir fleiri kjósendr gefa sig fram, til þess að greiða atkvæði, skal oddviti hátt og snjalt skora á þá kjósendr, sem eigi hafa greitt atkvæði, að gjöra það, og skal hann um leið setja stuttan frest til þess; en frestr þessi má samt ekki, hvernig sem á stendr, vera skemri en svo, að 2 klukkustundir líði frá því, að kosningargjörðin byrjaði, og þótt sá frestr sé liðinn, skal eigi atkvæðagreiðslu lokið meðan kjósendr gefa sig fram til hennar, án þess að hlé verði á. — Þegar engir fleiri kjósendr æskja að taka þátt í kosningunni, samkvæmt því, sem sagt er, færa kjörstjórarnir (ef þeir hafa kosningarrétt) inn atkvæði sjálfra sín og rita nöfn sín bæði undir kjörskrána og atkvæða-skrána, og er þá atkvæðagreiðslu lokið. — 34. gr. Eftir að búið er að bera saman kjörskrárnar og atkvæðaskrána, skal telja saman atkvæði. Sá, eða þeir tveir í þeim kjördæmum, þar sem kjósa skal 2 alþingismenn, sem hlotið hafa flest atkvæði, eru þá kosnir alþingismenn fyrir kjördæmið. Samt er enginn rétt kjörinn alþingismaðr, nema hann hafi hlotið meira en helming þeirra atkvæða, sem greidd eru. Hljóti enginn, eða, eftir því sem á stendr, að eins annar þeirra, sem boðnir eru fram til kosningar, svo mörg atkvæði, skal aftr kjósa óbundnum kosningum; fái þá enn enginn þann atkvæðafjölda, sem með þarf, skal kjósa enn á ný, en að eins milli þeirra tveggja — eða, ef kjósa skal 2, milli þeirra fjögra -, sem við ina seinni kosningu höfðu flest atkvæði. Sé svo, að fleiri hafi við aðra kosningu fengið jafnmörg atkvæði, skal hlutkesti ráða, hvor þeirra geti orðið boðinn fram til innar bundnu kosningar. Sömuleiðis skal hlutkesti ráða, ef atkvæði eru jöfn við þriðju kosingu. — 35. gr. Í kjörbókinni skal bóka, hvernig kosningin hafi farið, og skal oddviti kjörstjórnarinnar lýsa því yfir fyrir þingheiminum; sömuleiðis skal hann svo fljótt, sem verða má, tilkynna kosninguna þeim, sem kjörinn er, sé hann eigi við staddr. Atkvæðaskrárnar skal leggja við kjörbókina, og skal öll kjörstjórnin rita nöfn sín undir hana. — 36. gr. Kjörstjórnin fær hverjum þjóðkjörnum alþingismanni kosningarbréf; skal það samið samkvæmt fyrirmynd, sem stjórnarráðið fyrir Ísland segir fyrir um, og skal kjörstjórnin rita undir það nöfn sín. — Kostnaðr, ábyrgð og um það, hvenær lögin skulu öðlast gildi — 37. gr. Alþingismenn fá í endrgjald 6 krónur um hvern dag, bæði fyrir þann tíma, sem þeir þurfa til ferðarinnar til alþingis og frá því, og fyrir þann tíma, sem þeir eru á alþingi. Sömuleiðis fá þeir endrgoldinn ferðakostnað eftir reikningi, sem nefnd, kosin af inu sameinaða alþingi, úrskurðar og foresti í hlutaðeigandi þingdeild ávísar. Þessi útgjöld greiðast úr landsjóðnum. — 38. gr. Annarstaðar enn í Reykjavík mega kjörstjórarnir reikna sér fæðispeninga og endrgjald fyrir ferðakostnað, samkvæmt tilsk. um sveitastjórn á Íslandi 4. maí 1872, 33. gr., þannig, að útgjöldin greiðist úr sýslusjóðnum. Ef annar kostnaðr verðr við kosningarnar, t. a. m. til prentunar kjörskránna, til auglýsinga o. fl., skal einnig greiða hann úr sýslusjóðnum. Í Reykjavík skal greiða útgjöld þau, sem síðast voru nefnd, úr sjóði bæjarins. — 39. gr. Vanræki nokkur störf þau, sem honum eru á hendr falin með lögum þessum, skal hann sæta 10—200 kr. sektum, ef þyngri hegning eigi liggr við samkvæmt lögum. — 40. gr. [Fyrri málsgrein um, hvenær lögin öðlast gildi. Síðari málsgrein fellir úr gildi ákvarðanirnar í tilsk. 8. marz 1843 og tilsk. 6. jan. 1857 og o. br. 6. júlí 1848.]
2) Það er auðvitaðr hlutr, að sá einn telst hafa þegið sveitarstyrk, sem hefir þegið hann eftir að hann komst af ómaga-aldri; þótt einhver sé alinn upp á sveit, þá telst það ekki sem þeginn sveitarstyrkr. Hins vegar telst það sveitarstyrkr, ef skyldu-ómagi manns þarf að leggja af sveit. T. d. ef barni mínu er lagt af sveit, af því að ég geti ekki séð fyrir því, þá hefi ég (en ekki barnið) þegið þann styrk.
3) Í danska textanum stendr: „ikke staar í noget undersaatligt eller Tjenesteforhold til en fremmed Stat.“ Sbr. annars 18. gr. Stjórnarskrárinnar.