Kílarsáttmálinn
Um Kílarsáttmálann
Kílarsáttmálinn er friðarsáttmáli undirritaður 14. janúar 1814 í Kíl í Hertogadæminu Holstein (1474–1864) á milli Sameinaða konungsríkisins Stóra-Bretlands og Írlands (1801–1922) og Svíþjóðar annars vegar og Danmerkur–Noregs (1524–1814) hins vegar. Hann batt enda á ófriðinn milli aðilanna vegna þátttöku þeirra í Napóleonsstyrjöldunum (1803–1815) en Danmörk–Noregur hafði verið bandamaður Frakklands sem tapaði gegn bandalagi Austurríkis, Prússlands (1701–1918), Rússlands, Spánar, Bandaríkjanna, Portúgals, Svíþjóðar og ýmissa þýskra ríkja.
Ísland hafði gerst skattland Noregskonungs við samþykkt Gamla sáttmála á árunum 1262 til 1264. Þegar Kalmarsambandið var mynd árið 1397 færðust Danmörk, Noregur og Svíþjóð undir eina krúnu í Danmörku til að mynda mótvægi við Hansasambandið. Eftir viðskilnað Svíþjóðar var konungsríkið Danmörk–Noregur myndað árið 1524 og var áfram stýrt frá Danmörku.
Við undirritun Kílarsáttmálans var konungsríkið Danmörk–Noregur leyst upp og fékk sænska krúnan Noreg í sinn hlut. Þau skattlönd sem höfðu hins vegar tilheyrt Noregi frá landnámi norrænna manna; Ísland, Færeyjar og Grænland; urðu þó eftir undir danskri stjórn.