Járnsíða/Rekabálkur

Úr LagaWiki
Járnsíða ÞingfararbálkurKristindómsbálkurMannhelgiKvennagiftingarErfðatalLandabrigðabálkurRekabálkurKaupabálkurÞjófabálkur

1. [Um vogrek og hitt sem lógað er]

… víss, eða sverr hann til lýritareið, þá skal hann hafa það er hann kallar til og verð firi hitt er lógað er. Nú koma eigi eigendur til, þá skal hann segja til um sumarið á alþingi hvað fé þar er rekið. Hann skal svá jafnan laust láta sem eigendur koma eftir, annaðhvárt fé eða verð. En það er engi verður eigandi til, þá eignast hann. En ef landeigandi lætur eigi virða vágrek eða ferr öðru víss með en nú var talt, þá skal hann gjalda tvennum gjöldum er eigandi kemur til og er þó sekur þrim mörkum við konung. En ef hann leynir eða villir heimildir að, þá er hann þjófur.

2. [Um almenninga]

Almenningar eru á landi hér þeir er fjórðungsmenn eiga allir saman. Þar eigu menn að fygla og fiskja og koma þar þá er mánaðar lifir vetrar og vera þar sjau mánaði, þá skulu almenningar liggja fimm mánaði svá að sá einn skal beita er næstur býr. Þar eiga menn að telgja við og færa til skips eða búða og er þá heilagur viðurinn. Nú koma menn þar á öðru skipi og fá þeir engan farm. En aðrir hafa meirr en farm sínu skipi, hvárt er það er viður eða hvalur, þá skulu þeir taka farm en bæti hinum starf sitt. Nú kemur hvalur þá er menn eru eigi í almenningu, þá skal sá krossa skera er næst býr og láta fara á alla vega sem dagur deilist. Sekur er hann tólf aurum við konung ef hann skerr eigi kross, en þrim aurum hverr er fellir. Þar skal hval skera hverr er vil og á brott færa, en svá skal fara um þann sem eigi verður í brott færður sem áður var tínt. Ef skot finnst í hval þeim, þá skal sá varðveita járnhval er næstur býr. Ef menn flytja hval úr almenningu, þá skulu þeir fylgja festum til lands ef þeim er óhætt við brimi eða stormi. Nú skiljast þeir firi því við að þeim er eigi óhætt, þá eiga þeir þó hval ef á það land rekur er þeir vildu flytja, en ef annars staðar kemur, þá er það rekahvalur. Sakar þær er gerast í almenningum og fjórðungsmenn eigast við, þær skal sækja á heraðsþingum, en ef úr sínum fjórðung eru hvárir, leggi til alþingis.