Járnsíða/Landabrigðabálkur

Úr LagaWiki
Járnsíða ÞingfararbálkurKristindómsbálkurMannhelgiKvennagiftingarErfðatalLandabrigðabálkurRekabálkurKaupabálkurÞjófabálkur

1. [Um landabrigði]

Hvar sem ungum manni tæmist land í erfð eða að gjöf, þeim er eigi á varðveislu fjár síns, og selur fjárvarðveislumaður hans í brott, þá á hann brigð til þess lands, hvárt sem er eitt eða fleiri. Hann skal landbrigð hefja þá er hann er sextán vetra um sumarið áður. Nú á hann fleiri lönd að brigða, þá skal hann brigða land á tólf mánuðum þar til er hann er tvítugur. Eigi stendur það mál lengur. Kost á hann að selja öðrum manni í hendur að brigða land, ef hann vil, þeim er hinum er eigi ofríkismaður er við hann á. Ef sá maður er utanlands er landsbrigð tæmist út hér og kjömur út fulltíða, þá skal hann landsbrigð upp hefja um haustið þegar hann kjömur út. Nú á hann fleiri lönd að brigða, þá skal hann brigt hafa öll þá er fjórir vetur eru liðnir. Ef maður vil land brigða, þá skal hann fara um haustið til bæjar þess er sá býr á er land kallast eiga og segja honum við vátta að hann vil land það brigða. Þetta skal hann gört hafa firi jólanótt, hvargi sem hann finnur hann. Hann skal stefna honum til jarðar þeirrar er hann brigðir, týsdag eftir páskaviku, og flytja þar óðalsvitni sín. En ef honum berast óðalsvitni að lögfullu, þá skulu dómendur dæma honum jörð þá, en hinum slíka aura sem skynsamir menn meta í mót jörðu, og þá aura reiða. Nú kjömur hinn eigi til er stefnt var, þá skal sækjandi láta bera stefnuvætti sitt og sýna aura, og hafi að láni til þess er hinn heimtir, og ábyrgist að sínum handaverkum. Nú ef honum fellst þessi brigð firi nauðsynja sakir þeirra er skynsamir menn meta, þá brigði hann þeirri jörðu svá sem nú er mælt þótt síðarr sé.

2. [Um sölu á landi]

Ef maður vil selja öðrum manni land sitt við verði, þá skulu þeir kveða á um merki með sér um land og skóga og engjar og reka, veiðar og afréttir ef eru, og allra gæða skulu þeir geta, þeirra er því landi eigu að fylgja, þó að það sé í önnur lönd eða aðrir menn eigi þannig not. Síðan skulu þeir í hendur takast og kaupa með vátta tvá eða fleiri. Hann skal handselja honum land með þeim ummerkjum hálfum sem landinu eigu að fylgja. Hann skal heimila honum fé það allt sem þar kann finnast í jörðu og á jörðu, nema eigendur verði til. En ef land er eigi við vátta handsalað, þá er sem ókeypt sé. En annar hvárr skal rift hafa innan tólf mánaði, ella er fast kaup. En sekur sex aurum hvárr þeirra við konung er þeir kaupa váttalaust.

3. [Um nytjar á seldu landi]

Ef maður selur land firi fardaga eða á miðjum misserum, þá á hann allar landsnytjar til fardaga sem áður, nema frá sé skilt í kaupi, og svá reka alla og fé það er finnst í jörðu og á jörðu. En svá skal hann skóg högga sem leigumaður. Hann skal land ábyrgjast við eldi og skriðum og vötnum og öllum spellum til fardaga. En ef aðrir menn skeðja þar jörðu eða gera þar önnur spell á landi, þá á hann sök á því, en hinn ef hann vil eigi.

4. [Hversu kona skal haga sölu á landi]

Kona skal eigi land selja nema lögráðandi hennar lofi. Nú selur hon, þá á lögráðandi kost að rifta. Hann skal segja ósátt sína á kaupi á þeim tólf mánuðum er hann veit, ella er kaup þeirra fast. En ef kaup rofnar, þá á sá er keypti heimting að henni allra slíkra aura sem hann reiddi henni, og svá á hverr að sínum seljanda ef að sölum fer. En sá er land keypti er sekur þrim mörkum við lögráðanda hennar. Nú þarf kona að selja land sitt til skulda eða ómagabjargar, þá skal hon bjóða lögráðanda sínum ef hann er óhættur skuldanautur, en ef hann má eigi kaupa eða vil eigi, þá skal eigi banna að hon seli öðrum við fullvirði.

5. [Um lögmála á landi]

Svá er mælt þar er maður selur land sitt öðrum manni, og vil hann leggja á lögmála, þá skulu þeir handsalast við þann mála sem þeir verða ásáttir. Það er lögmáli á landi að hann skal eiga kost að kaupa fyrst landið að slíku verði sem annarr býður við, þá er landið er falt. Vera má og sá máli á landi að þeir kveði sjálfir á hversu dýrt vera skal þá er falt verður. Þann mála skal hann lýsa firi grönnum sínum fimm og hið næsta sumar eftir á alþingi svá að lögmaður heyri. Eigi þarf hann oftarr að lýsa þann mála meðan váttar lifa og þeir villast eigi.

6. [Um lögveð á landi]

Nú vil maður leggja lögveð í land manns, hvárt er það er firi landsverð eða aðra aura, þá skulu þeir handsalast við. En það er lögveð er hann skal taka svá marga aura sem skynsamir menn virða við bók að hann sé vel haldinn af. En það skulu þeir gera fimmta dag, þann er sjau vikur eru af sumri, hið sama vár sem hann missti fjár síns, þá eignast hann svá mikið fé í landi sem þeir dæma honum. Svá skal hann lýsa veð sem mála.

7. [Um mála af málajörðu manns]

Ef maður vil selja málaland, þá skal hann fara til fundar við þann er mála á á sjau nóttum firi sumar og segja honum að land er falt. Hann skal stefna honum heim með vátta sumarsdag hinn fyrsta og segja að hann mun þar koma að bjóða honum landsmála og hafa þann með sér er kaupa vil. Nú er hann eigi heima og er honum heim stefnt sumarsdag hinn fyrsta að nauðsynjalausu og hefir hann engan mann fengið til kjörs firi sig, þann er handsal sé við eiganda, þá verður hann sekur sex aurum við þann er landið bauð en landið málalaust. Svá er og ef hann kýss undan sér landið, nema því aðeins að hann kaupi ódýrra en honum var boðið, eða gerðu þeir til þess að þeir vildu koma mála hans af landi og kaupa engu, þá er hvártveggi þeirra sekur tólf aurum við hann og fastur máli sem áður.

8. [Um brigð málalands]

Ef maður selur málaland annars manns eða það er annarr á veð í eða selur kona land firi ráð lögráðanda síns, þá skal þessi lönd öll svá brigða sem hér var fyrr sagt um óðalsjörð þá er ungum manni tæmist.

9. [Um brigð ómagalands]

Nú gefur maður land með sér til fósturs eða þeim manni öðrum er hann vil fram færa og mælir hann svá að ómagaeyrir skal í því landi liggja meðan hann þarf framfærslu, og verður framfærsla eigi efnd eða svá illa að skynsömum mönnum þikkir eigi við vært, þá skal sá er til ómagaframfærslu stendur brigða landið svá sem fyrr var talt, en sá sekur tólf aurum við konung er falsið gerði.

10. [Um leigumála á jörð]

Nú leigir maður jörð af þeim sem á að leigumála réttum, þá skal hann þá jörð hafa heimilega tólf mánaði að búa á, og inna hinum leigu firir slíka sem þeir urðu ásáttir. Nú er leiga eindöguð og kemur eigi fram í eindaga, þá óheimilar hann sér jörð. Nú reiðir hann suma leigu en suma eigi, þá skal sækja með vátta það er eftir stendur sem aðrar fjársóknir, og svá þó að til allrar þurfi að sækja. Hann skal á jörðu búa til fardaga að öðru vári. Af þeirri jörðu má maður ekki öðrum selja á leigu til heimildar, nema hann skilði það þá er hann tók að hann myndi öðrum manni af selja með sér. En ef hann selur, þá er honum jörð óheimul og svá hinum er tekur, bæti landnámi hvárttveggja og heimili sér svá jörð sá er tók af landsdrottni. Af skal hinn fara er af leiguliða tók, allt það er hann verður síns um, þá skal hinn bæta honum og sex aurum að handsalsliti, því að svá skal hverr bæta er öðrum selur óheimilt, nema hann hafi aðra jörð jafngóða að fá honum.

11. [Um upphald húsa]

Nú skal hann húsum upp halda öllum þeim er á váru þá er hann kom til. Það skal hann eigi ábyrgjast að hús fyrnist. Nú ef húsgerð er mælt á hendur honum, þá skal hann gört hafa áður hann ferr af jörðu. En ef hann hefir ógört, gjaldi landsdrottni húsverð áður hann fari brott eða láti gera hús sem skilt var. Nú gerir hann þau hús er eigi váru mælt á hendur honum, þá gerir hann þau sér sjálfum. Hann skal honum bjóða að kaupa það hús er jörð á með váttum. En ef hann vil það heldur, þá færi hann í brott firi fardaga. En ef hann ferr utan heraðs, bjóði hann þeim er til jarðar ferr. Nú ef hús stendur eftir fardaga, þá á hinn hús er jörð á, nema hann færi viðinn á hölkn eða hreysar, þar er hvárki spilli akri né eng, firi fardaga, þá er hann á helst tóm að. Leiglendingur skal fara til lands þá er sex vikur eru af sumri, þá er honum heimill hagi og föt sín inn að bera og skulu þeir miðlast húsrúm við. En ef eigi vinnur þeim húsrúm báðum, þá á sá heimil fjárhús þrjár nætur er áður býr á landi, því aðeins á sá er þá skal á landi búa smala sinn inni að hafa til laugardags að hinn lofi er firi situr eða þarf eigi allt húsrúm. En síðan á sá firi landi að ráða og húsum er leigt hefir, en þegar er sex vikur eru af sumri, þá á hinn eigi er áður bjó þar að beita eng. Hafa á hann þar hross í haga til sunnudags, en annan smala þar til er líður helgina. Rétt er og að hann sé þar sunnudaginn með hjún sín og eru honum þá heimul fjárhús til innivistar ef þeim vinnast báðum eigi innihús, því aðeins skal smala sinn inni hafa ef þeim vinnur báðum rúm, og fara í brott mánadaginn, nema þá sé lögheilagt, ella nótt síðarr með smala sinn allan og önnur föng.

12. [Um hurðir]

Hurðir skal hann eftir láta standa þrjár þó að engi væri þá er hann kom, stofuhurð, búrshurð, útihurð. En standa skulu allar þær er fyrr stóðu. Nú ef hann tekur einshverja þá hurð og færir á brott, þá skal hann færa aftur og leggja á landnám ef hann hefir leyst frá. En ef þar fylgir nokkuð af þreskildi eða ofdyri eða gáttartré, þó að ein flís sé, þá er það húsbrot og skal leggja á merkur þrjár. En ef hann brýtur setstokka úr húsi eða bríkur þær er greyping hafa numið, þá skal hann færa aftur og leggja á merkur þrjár. Alla þá viðu er hann á þar smá og stóra er eigi eru nöglum festir eða greyptir undir bita eða bjálka, það skal hann leggja þar er hvárki spilli akur né eng og færi í brott þegar hann á tóm að.

13. [Ef engjar leiguliða eru beittar]

Ef menn beita engjar leiglendings, þá á hann sök á því, en landseigandi ef hann vil eigi sækja, og svá ef jörðu er skatt. Það skal bæta landnámi og skaðabótum sem grannar hans fimm virða. En ef fiskveiður fylgir leigulandi eða fuglveiður eða eggver, þá á leigumaður það allt nema frá sé skilt í kaupi þeirra og svá ef þar rekur fugla eða fiska, sela eða hnísur. Ef við rekur á land, þá á leigumaður að draga við úr flæðarmáli og marka þess marki er fjöru á og festa sem hann eigi. Hann skal eiga þar álnarkefli og smæri. Nú rekur hval á fjöru, þá skal hann festa sem hann er og hafa af hlass ef hvalur er tvítugur eða lengri eins kyns. En ef hann bergur verr hval eða viði en nú er tínt, þá er hann sekur tólf aurum og ábyrgist skaða þann allan er landsdrottinn fær af órækt hans. Ef skógur fylgir leigulandi, þá skal hann högga skóg þann sér til þarfinda en ekki selja úr skógi, bæta skal búhluti sína úr skógi eða af rekaviði ef hann þarf, en ef hann gerir meira, þá á landsdrottinn það.

14. [Ef leiguliði kemur eigi til jarðar]

Nú leigir maður jörð og vil eigi hafa síðan eða til fara, þá skal landsdrottinn fara til er sjau vikur eru af sumri og nýta sér jörð þá sem hinn hefði eigi leigt og heimta þó leigu af hinum sem áður.

15. [Ef maður fer á jörð manns og tekur eigi heimild]

Nú ferr maður á jörð manns og tekur eigi heimild af þeim sem á, þá skal gera honum fimmtarstefnu af og leysi sig með landnámi á brott. En ef hann vil eigi af fara, þá skal landsdrottinn stefna honum þing firi rán. Þá eigu þingmenn að dæma honum er land á allt það er á jörðu er utan frjálsa menn og ránbaug konungi. Nú vil hann eigi af fara, þá skal hann krefja þingmenn svá marga að hann sé fullliða að færa hann af jörðu. En hverr sekur þrim aurum er eigi ferr. Sóknarmaður er skyldur að fara og öðlast með því konungi baug.

16. [Ef jörð er byggð tveimur mönnum í senn]

Nú selur maður eina jörð tveim mönnum, sá skal hafa er fyrri tók. Hvervitna þess er maður selur tveim mönnum hið sama, þá skal sá hafa er fyrr keypti eða leigir. Halda skal hann skiladómi firi og njóta vátta sinna að hann tók fyrri. Aðra skal hann hinum fá ef hann kemur til eða gjalda handsal sitt sex aura. En ef hann á þá eina er hann býr á, þá skal hinn hafa en eigi sjálfur hann.

17. [Ef jörð er seld á leigu en ekki fengin þeim er tók]

Nú selur maður jörð á leigu og vil eigi láta þann hafa er tók, þá skal hann honum stefna þing og njóta þar vátta sinna hversu hann hefir þá jörð tekna. En ef honum berst að fullu, þá skal hann síðan halda skiladómi firi leigujörð sinni og svá málajörð ef sú er. Nú ef annarr þeirra deyr, þá er máli þeirra rofinn, þá skal greiða fé það er ógoldið er eftir því sem tala rennur til.

18. [Ef grannar tveir saman taka jörð af einum manni]

Nú búa grannar tveir saman og taka af einum manni jörð og er sú jörð óskipt, þá skal það skipti halda er þeir skipta sín í millim meðan þeir búa báðir á jörðu. En ef annar býr, en annarr ferr brott, þá má hann eigi þeim skiptis synja er til kemur. Nú ef tveir menn búa á einum bæ, þá skal hvárgi þeirra hafa fleira búfé um sumar en landið má vel upp halda og skipta því að jafnaði með sér. En ef annar hefir fleira í haga, gjaldi grasverð sem menn meta.

19. [Um götur og garðhlið]

Götur og garðahlið skulu svá vera sem að fornu hafa verið. En ef menn búa í grennd saman og eigu allir sætraferð, þá skulu þeir fara til sætra er átta vikur eru af sumri, nema þeim þikki annað öllum sannari. Nú situr einnhverr lengur heima, þá skal hinn firibjóða honum þarsetu. En ef hann situr þó kyrr, þá skal stefna honum þing firi rán og þarsetu. Þá eigu þingmenn að dæma konungi baug en landnám hálfu aukið þeim er jörð á, en sex aura granna sínum firi grasrán. Hann skal beiða bændur svá marga sem hann vil að færa fé hans úr haga sínum, sekur er hverr þrim aurum ef synjar honum. Slíkt liggur við ef hann ferr ofan firi tvímánað. Há eigu menn um haustum, hana skal engi firi öðrum beita. En sá er beitir gjaldi grasránsbaug.

20. [Um löggarð]

Garður er granna sættir. Nú búa tveir menn eða fleiri á einum bæ, þá skulu þeir svá görðum upp halda sem þeir hafa jarðarmegin til og verið hafa að fornu og hafa görvan að þingi og ábyrgjast síðan hverr sinn garð. En sá er eigi vil gerða skal ábyrgjast skaða þann allan er hinum verður görr, hvárt sem gerir hans fé eða annara. Nú ef kýr er garðbrjótur eða annað fé, þá skulu fara til grannar þeirra og sjá garð. Nú líst þeim garður sá gildur, þá skal sá gjalda er garðbrjót á slíkt sem að skaða verður. Nú ef búfé gingur úr kvíum, mönnum að skaða, þá skal sá er bú á gjalda svá sem skynsamir menn meta þann skaða.

21. [Um útlægan mann er býr á landi manns]

Ef sá maður verður útlægur er býr á landi manns, þá skal landsdrottinn leigu hafa slíka sem óreidd var. Ef maður býr við auðn eða afréttu og gengur honum þaðan fé að meini, þá skal hann aftur reka í miðja auðn eða afrétt eða láta þar vera með sér eða reka heim til þess er á, en ef hann rekur í annarra manna lönd, gjaldi sex aura og skaða þann sem af verður.

22. [Um merkigarð og garðskipti]

Nú búa tveir menn í grennd saman á sínum bæ hvárr, og vil annarr hafa merkigarð en annarr eigi, þá skal sá stefna honum til garðskiptis er hafa vil og kveða á eindaga firi váttum og krefja hann gerðingar. Nú ef hann vil eigi fara til gerðingar, þá skal hann láta bera vitni um að hann stefndi honum til og skipti síðan gerðingu firi váttum og leggi hlut á og gerði þann er hann hlýtur. Nú ef hinn vil eigi gerða sinn garð og gingur þar fé inn og etur akur eða eng, hverr sem það búfé átti, þá skal sá gjalda skaða þann allan, er görr er er, eigi vil garði upp halda að garður er ógildur. En það er löggarður er er fimm fóta þykkur við jörð en þriggja ofan, axlhár af þrepi meðalmanni. En fé það er hleypur garð hans eða gingur þar inn sem hinn skyldi gert hafa má hann setja í sveltikví og láta hvern leysa sitt landnámi í brott.

23. [Um garðshlið]

Nú ganga menn í gegnum garðshlið, þá skal sá ábyrgjast er hliði lýkur upp að aftur sé lokið. En ef þar gengur inn hross eða búfé og spillir þar akri eða eng. Allan þann skaða sem þar verður görr, þá skal sá aftur gjalda eftir því sem menn virða er hliði lauk upp.

24. [Um vötn]

Vötn öll skulu renna sem að fornu hafa runnið. Engi maður skal vatn veita á bæ annars eða af, nema það brjóti sjálft, en ef veitt er, þá skal aftur veita og leggja á landnám. Nú ef brýtur annars tveggja jörð, þá á sá er jörð átti þá er hon braut. En hinn á eyri eða granda eftir þannug til sem hon var meðan hon rann rétt. En kost á hvárr er vil að veita í hið forna farið. Engi skal firi öðrum veiðistöð banna, þá er hann hefir að fornu fari haft. En hvervitna þar sem menn eiga laxá saman, þá skal hverr gera veiðivél í sinni á og gera þó svá að fiskar megi ganga upp að á hverri. Ganga skal, guð gefi, til fjalls sem til fjöru. En ef maður gerðir of þvera á, þá skulu þeir er firi ofan eiga veiði gera honum fimmtarstefnu af þingi að brjóta úr ef hann hefir að ólögum í gört. En ef hann vil eigi úr brjóta, þá skulu þeir biðja liðs til að brjóta úr. Sá er sekur þrim mörkum er gjörði, en bóndi hverr þrim aurum er eigi vil til fara úr að brjóta, ef þeim er veiðispell að er firi ofan búa. Engi skal fara í annars á að veiða nema hann vili þeim veiða er ána á og gjaldi þeim þó landnám er á. Þjófur er hann ef hann nýtir sér fiska.

25. [Um sætur eða landamerki]

Hvervitna þess sem menn skil á um sætur eða landamerki utan garðs eða innan, þá skal sá hafa sitt mál er vitni bera í hag, nema hvárrtveggi hafi vitni, þá skal sá hafa sitt mál er sverja vil. Nú vilja báðir sverja til eða hvárgi, þá skal brjóta sundur í miðju það er þá skil á um landamerki. Allt það er menn skil á, þá má vitni bera sá er vil, frjáls maður og fulltíða. Hann skal svá að orði kveða að hér skil og þá er rétt að minni samvisku.

26. [Um skil á landamerki]

Nú skil menn á um landamerki innan garðs á akur eða eng eða töður og mælir annarr hvárr svá: Þú hefir vunnið um það er eg átti að vinna og hefir þú jörðu stolið og marksteina upp grafið. Þá skulu þeir menn til kalla þá er kunnigast er um landamerki þeirra á milli. Þá ef þeim sýnist sem mörk standi rétt svá sem niður váru sett firi öndverðu og bjóða þeir vitni sín til þess, þá er vel. En ef mörk eru upp tekin og sett hvergi niður og vunnið um, þá skal gjalda lóð og landnám þeim er jörð á. Nú ef hann hefir mörk upp tekið og sett niður í öðrum stað og fært á hins hlut er á mót honum á, þá er hann þjófur og útlægur.

27. [Um engi í annars manns landi]

Nú á maður eng í annars manns landi, þá skal hinn eigi beita engi það frá því er sex vikur eru af sumri. En sá er engið á skal það fyrst láta vinna, nema hann vili töðu sína fyrr vinna, en ef hann vinnur eigi sem nú er mælt og vil hann þó vunnið hafa, þá er hann sekur sex aurum og óheilagt bæði heyið og svá engið, en ef hann á engjar í fleiri manna löndum, þá skal hann sitt sumar hvert slá og eigi fyrr heima en þau eru öll slegin. Kost á hann að beita engi sitt ef hann vil það heldur en slá. Manni er skylt að gera löggarð um hey sitt, það er hann á í annars manns landi, og svá ef annar á beit í örskotshelgi við þó að í hans landi sé. En ef hann gerir eigi svá, þá er heyið óheilagt við fé þess er beitina á, en hann er sekur sex aurum við hann. Báðir skulu þeir fönn undan færa ef þarf.

28. [Um landnáms]

Bóndi á að landnámi ef hann á jörð, hálfan annan…