Járnsíða/Erfðatal

Úr LagaWiki
Járnsíða ÞingfararbálkurKristindómsbálkurMannhelgiKvennagiftingarErfðatalLandabrigðabálkurRekabálkurKaupabálkurÞjófabálkur

1. [Fyrsta erfð]

Sunur skal taka arf eftir föður sinn, ef að sköpum ferr, svá ættleiðingur sem ættborinn. En ef illa verður, þá tekur faðir eftir son sinn, ef hann á eigi borinn arfa.

2. [Önnur erfð]

Sú er önnur erfð er tekur dóttir og sunarsun sá er skilgetinn er og svá faðir hans. En ef sunarsynir tveir standa til arfs skilgetnir og er annars faðir skilgetinn en annars eigi, þá taki sá arf er skilgetinn er faðir hans. En ef hann á eigi né dóttir, þá eigi hann arfskipti við sunardóttur og skipti svá sem skipta skyldu sunarsunur og dóttir, og standi í öllum erfðum upp frá því. Sama mál eigu bróðursynir svá getnir, en þó að dóttir sé ein en þeir allmargir, þá skal hon ganga jamnt til arfs við þá. En þó að þær sé allmargar en sunarsun einn, þá skal þó skipta jafnt þeirra í millum. En ef óðalsjörð er í skipti þeirra, þá skulu þeir bræður leysa til sín slíku fé sem allra manna gingur í miðil með vöru og kvikfé, gulli og brenndu silfri, en ef missir dóttur og sunarsunar, þá tekur sunardóttir fyrri arf en bróðir.

3. [Þriðja erfð]

Sú er erfð hin þriðja er bróðir verður bróður arfi og eru þeir samfeðra og skilgetnir, en ef bróður missir, þá tekur systir samfeðra og skilgetin.

4. [Fjórða erfð]

Sú er hin fjórða erfð er tekur föðurfaðir og föðurbróðir og bróðursun, sinn þriðjung hverr þeirra, en ef föðurbróðir er einn en bróðursynir fleiri, þá skal föðurbróðir taka hálfan arf við þá. Nú er bróðursun einn en föðurbræður fleiri, þá skal hann taka hálfan arf við þá. En ef einn þeirra er til, þá skal hann taka þann arf allan. En ef engi þeirra er til, þá tekur móðir skilfengin þann arf allan. En ef hennar missir, þá tekur föðurmóðir og föðursystir og bróðurdóttir skilgetin, og skipti svá sem þeir skipta, föðurfaðir og föðurbróðir og bróðursun.

5. [Fimmta erfð]

Sú er hin fimmta erfð er tekur bróðir sammæðra og bræðrasynir hálft hvárirtveggju, en ef eigi er bróðir til, þá eigu bræðrasynir þann arf allan. En ef bræður sammæðra eru eigi til né bræðrasynir, þá skulu systur sammæðra og bræðradætur þann arf taka og skipta sem þeir skyldu skipta ef þeir væri til.

6. [Sétta erfð]

Sú er hin sétta erfð er tekur föðursystir samfeðra og skilgetin, og þó faðir hennar sé frillusun, og sá hálfbræðrungur er hann er skilgetinn og kominn frá bræðrum samfeðra, og tekur hálfan arf hvárt þeirra ef þau eru bæði til. En ef annars þeirra missir við, þá taki það allan arf er til er. En ef hvárki þeirra er til, þá taki sú kona þann arf allan er hálfbræðrungur er og svá að frændsemi komin sem áður var skilt um karlmenn.

7. [Sjaunda erfð]

Sú er hin sjaunda erfð er tekur frillusun ef hann er til. En ef engi lifir í sjaundu erfð í bauggildi nema bróðir skilgetinn, þá taki fyrr bróðir hans í sjaundu erfð laungetinn, ef hann andast barnlaus, heldur en í áttundu erfð gangi. En ef hvárgi er þessara til, þá tekur frilludóttir.

8. [Áttunda erfð]

Sú er hin áttanda erfð er taka eftir bræðrasunu og er að þriðja manni frændsemi þeirra í hváratveggju hálfu. En ef þeirra missir, þá skulu taka konur þær er eftir eru bræðradætur.

9. [Níunda erfð]

Sú er hin níunda erfð er tekur móðurfaðir og dóttursun. Þeir eigu báðir einn arf að taka og verður hvártveggi annars arfi, en ef þeirra missir, þá tekur móðurmóðir og dótturdóttir, hvártveggja þeirra eftir aðra ef annarrar missir.

10. [Tíunda erfð]

Sú er hin tíunda erfð er tekur móðurbróðir og systursun. Þeir eigu báðir einn arf að taka og verður hvártveggi annars arfi, en ef þeirra missir, þá tekur móðursystir og systurdóttir. Þær eigu báðar einn arf að taka og verður hvártveggja annarrar arfi.

11. [Ellefta erfð]

Sú er hin ellefta erfð er taka þeir menn er eru tveggja systkina synir karls og konu. Þeir eigu báðir einn arf að taka og verður hvártveggi annars arfi, en ef þeirra missir, þá skulu taka tveggja systkina dætur karls og konu. Þær eigu báðar einn arf að taka og verður hvártveggja annarrar arfi.

12. [Tólfta erfð]

Sú er hin tólfta erfð er taka systra tveggja synir. Þeir eigu báðir einn arf að taka og verður hvártveggi annars arfi. En ef þeirra missir, þá taki þær konur er systradætur eru. Þær eigu báðar einn arf að taka og verður hvártveggja annarrar arfi. Svá er og mælt að í þeirri erfð skal hverr taka arf sem hann er talður í og engi taki arf firi hendur öðrum fram.

13. [Ef maður vegur til arfs]

Svá er og mælt og talt í lögum manna ef maður verður firi þeirri villu að hann vegur mann til arfs, þá hefir hann firivegið þeim arfi, en arfur sá fari að réttum erfðum sem sá maður væri eigi til er mann vegur til arfs.

14. [Um arf barna eftir festar]

Svá er og staðfest um allt landið með konungs ráði, að þegar er maður festir sér konu að guðs lögum og samþykkt beggja þeirra, þá eru þau börn, er hann á með þeirri konu, öll löglega til arfs komin, hvárt sem þau eru getin firi festing eða eftir.

15. [Þrettánda erfð]

Sú er hin þrettánda erfð er þeir gáfu synir Magnús konungs berfætts, Sigurður konungur og Eysteinn konungur og Ólafur konungur, er taka skulu föðurbróðir og bróðursun frillusynir og sá föðurbróðir og bróðursun annarr er þeir eru sammæðra og skilgetnir og skipti að mannmergð. En ef þessara missir við, þá taki konur jafnskyldar og skipti sem áður var skilt. En ef þær eru eigi til, þá taki föðurbróðir sammæðra og eigi skilgetinn, og bræðrasynir sammæðra, hvárt sem þeir eru skilgetnir eða eigi, og bróðursun sammæðra og eigi skilgetinn og skipti að mannmergð. En ef þeir eru eigi til, þá taki konur jafnskyldar og skipti sem áður var mælt. En ef þessara missir allra, þá taki þeir er að fimmta manni eru að frændsemi nema nánari finnist, fyrr en undir konunga gangi.

16. [Um ættleiðing]

Maður má bæta ráð sunar síns og leiða hann í ætt ef hann vil ef sá játtar er arfi er næstur. Nú ef hann á sunu skilgetna, þó að einn sé fulltíða, ef sá játar, þá játar sá firi alla þá er í ómegð eru og svá firi alla þá er óalnir eru. Sá skal óðali játa er óðal á með þeim. Nú skal sá er mann ættleiðir og sá er játar arfi eða óðali og sá er ættleiddur er ganga allir saman firi kirkjudyrr og haldi allir saman á einni bók og skal sá mæla svá meðan er ættleiðir: Eg ættleiði þenna mann til gjalds og til gjafar, til sess og til sætis, til bóta og til bauga og til alls réttar, svá sem móðir hans væri skilfengin. Svá megu fleiri frændur, karlar og konur, í ætt leiða og til arfs gera sem nú er talt ef sá játtar er arfi er næstur. Nú skal hann allt það hafa er hann er til ættleiddur meðan þeir lifa er hann ættleiddu, þá skal hann taka síðan er þeir eru dauðir bæði arf og óðal. Hverr sem öðru víss er ættleiddur, þá er sem ógört sé. Nú skal maður lýsa ættleiðing sinni á hverjum tuttugu vetrum til þess er hann tekur arf, þá berr arfur honum vitni um ævi og um aldur síðan.

17. [Um arf ef menn deyja margir í senn]

Ef menn falla í orrustu og deyja allir í senn og kemst engi á brott eða drukkna allir eða inni brenna, fari arfur þeirra svá sem þeir hefði allir í senn látið líf sitt. En þeir er gestfeðri eru megu gefa arf sinn ef hann er heill maður, og of sinn aftur taka en eigi annað sinn, en eigi má gefa nema heill maður sé, og í þrim stöðum rjúfa og þar gefa að kirkju og að samkundu og á þingi. Með tryggðum skal gefa ef jarðir eru, en ef annað fé er þá sé sem váttar vitu og svá að eigi sé skeyting á ef tíundað er og berst svá vitni til. Svá og ef maður gefur fjórðung úr fengnu fé og eru jarðir í, þá skal halda ef váttar vitu, þó að eigi sé skeytt. En ef maður deyr á jörðu manns, sá er þar býr og er hann gestfeðri, en sá er svá er engan á frænda í landi eða löglegan arfa, og ef hann átti til sex aura, þá hafi sá er jörð á og búhluti alla og allt það er rótfast er í korni eða hey og hvert tré er grafið er í jörð niður. En ef meira er en til sex aura, þá á konungur það hálft er eykur en hálft sá er jörð á.

18. [Um stefnu skuldarmanna]

Það er nú því næst ef maður verður dauður, þá skal arfi í öndvegi setjast og gera skuldarmönnum stefnu að þeir komi þar allir að sjaund og hafi hverr sína skuld á brott slíka sem vitni eru til. Nú er eigi svá mikið fé, þá skulu allir þarfnast svá sem tala rennur til. Sá skal meira þarfnast er meira átti fé. En sá er eigi kjömur til að sjaund, sæki hann sitt með váttum ef fé er til og stefni erfingja til váttasögu. En ef ekki er fé til, þá missir hann skuldar.

19. [Um ómagaeyri og mála konu]

Nú er þar ómagaeyrir í garði og máli konu, þá er það vel ef þeim vinnst báðum fé. En ef þeim vinnst eigi, þá skal hon missa gagngjalds og gjafar, en ef eigi vinnst fé í alla staði, þá skal sá mest missa er mest átti að honum, svá kona hans sem aðrir skuldunautar. Tölu skal hafa til þess, nema maður hafi veð í einshverjum grip, þá á hann þann fyrst að hafa. Heldur skal kona missa tilgjafar sinnar en þeir menn er fyrr áttu fé að honum en hann fengi hennar, því að engi skal konu kaupa sér með annars manns fé. Nú skal hon hafa heimanfylgju sína en ómagi sitt fé. Nú er eigi fé svá mikið, þá missi svá hvártveggja sem tala rennur til og fjármegin er til. Nú eru synir eftir eða dætur, þá skulu þau skuldir gjalda ef þau hafa fé til, engi maður annarra nema fé taki, því að þau skulu svá gegna leiðu sem ljúfu. Nú eigu þau félag saman og deyr annað tveggja þeirra, þá skal svá skuldum gegna sem félag þeirra var til.

20. [Um það ef maður kallar til arfs síns]

En ef maður kallar til arfs síns og játar hinn að hann er þess manns sun er hann segir og til arfs kominn og er hann innanlands getinn, þá gangi hann til föðurarfs síns, en sá er eigi kallar hann arfa, þá færi sá hann frá með löglegum vitnum, en ef hann dular að hann sé þess manns sun sem hann segir, þá skal hann kveðja fjárhaldsmann og eiga dóm einn til og njóta vitna sinna að hann er þess manns sun sem hann segir og til arfs kominn. En ef hann er utanlands borinn, þá skal hann kveðja föðurarfs síns eða þess arfs er hann kallar til og njóti vitna sinna að hann sé til arfs görr og eiga skiladóm til nema hinn vili fyrri af láta. Hvervitna þess er jafnnánir eru hinum dauða, karl sem kona, þá skal kona frá ganga en karlmaður til ef þau eru bæði í bauggildi eða nefgildi. En ef hon er nánari, þá kemur hon fyrri til arfs. En bauggildismenn eru fyrri í arfi en nefgildismenn, hvárt sem er karl eða kona.

21. [Um móðurarf dóttur]

Þetta skal dóttir hafa af móðurarfi sínum ef bróðir lifir: klæði öll nema guðvefjarskikkjur og óskorin klæði öll, það á bróðir. En af klæðum skal bróðir taka gull allt ef hann vil, en vefjarskikkjur og ársala alla og typpt klæði og veiguð og lesin, þá á dóttir, og fjaðurklæði og dúnklæði. En ef vefur stendur uppi, þá á sunur það sem ofið er en dóttir það sem óofið er. Sunur á setklæði öll og bekkklæði og kögra og húsbúnað. En yfirbreiðsl á dóttir ef móðir átti en sunur á ef faðir átti. Dóttir á sauði fimm og lín allt og garn og fimm reyfi ullar og gæss, en sunur á það sem auk er. Klæðaílát öll á dóttir, þau er móðir átti. Hross skal dóttir hafa eða kvígu, hvárt sem hon vil, eða brjóstbúnað hinn basta ef eigi er úr gulli gör og nisti öll ef vegur eyri eða minna af silfri gör og steina þó að silfur sé í. Öll þau ker er konur drekkast á yfir þvert gólf heima að híbýlum sínum, það eigu dætur, og deiliker þó að silfur sé á. En sunur á silfurker. Munlaug eina skal dóttir hafa nema rekendur sé gör á meðal, þá skal hon hafa báðar.

22. [Um forræði á fé]

Sjálfur skal hverr ráða fé sínu meðan hann má sitja í öndvegi sínu, svá kona sem karlmaður. En ef maður verður svá vanvita að það sýnist náfrændum hans að hann kunni eigi að ráða firi fé sínu, þá varðveiti sá er arfi er næstur. En það fé skal eigi selja frá þeim er á. Af því fé skal honum fá alla atvinnu svá sem þeirra er beggja sæmð í.

23. [Hversu arf skal sækja]

Maður hverr er arf á að sækja, þá skal hann sótt hafa allan innan tólf mánaða, fyrr en hann sé hálfþrítugur að aldri. En ef hann situr innanlands til þess er hann er hálfþrítugur að aldri, og hefir hann eigi sótt, þá á hann enga uppreist þess máls síðan. En ef arfur tæmist manni, þá skal hann sótt hafa á tíu vetrum næstum eftir það er arfur tæmist, ef hann er innanlands. En ef hann hefir eigi sótt, þá hefir hann firifarið sök sinni, og svá skal um allar fjársóknir er maður á að sækja. En ef maður er utanlands, þá hafi hann sótt fé sitt á tíu vetrum hinum næstum síðan hann kom aftur. En ef maður ferr af landi og spyrr arfi andlát hans og hefir vitni fram á fimmtarstefnu er þeir menn bera er annað tveggja váru í för með honum eða spurt hafa sannlega af þeim er í för váru með honum og þeir sögðu svá að þeir vissu það sannast firi guði um það mál, þá siti hann í arfi ef hann fellur í frá til þess er það reynist sannari að hinn lifði er fé átti, það mund er sjá andaðist er í arf hafði sest fyrst.

24. [Um óvirðan ómagaeyri og óvirt fé konu]

Engi maður skal í óvirðan ómagaeyri setjast og eigi konu fé óvirt taka. En ef óvirður er tekinn, þá skal ómagi þegar hann er fulltíða krefja fjár síns þess alls er hann fær skilrík tveggja manna vitni til og þeir megu sverja að svá mikið tók fjárhaldsmaður hans óvirt og lúki þá upp hvern penning eftir því sem þeir vilja bera og svara firi guði, og svá skal um kvenna fé og allan þann arf er menn eigu vörð að veita. En ef þau fá eigi vitni til síns máls, þá leggi sá fram er fé tók, svá mikið sem hann vil svara firi guði, og sveri fullan eið. En tveir skilríkir menn sanni mál hans að eigi vitu þeir annað sannari að þá hefir hann greitt jafnmikið og jafngott sem hann tók. Sá skal ómagaeyri varðveita er næstur er erfðum, ef hann hefir fullar vörslur fram að leggja. Þá taki sá í ættinni er þar er einn næstur erfðum ef hann hefir vörslur til að leggja í móti og þar til skal ómagaeyrir fram fara í ættina að réttu erfðatali er fullar vörslur koma að móti og hafi slíkan forlagseyri sem skynsamir menn sjá að hann sé vel haldinn af og ómaginn megi vel orka. En ef ómaga missir við, þá taki sá erfð er erfðum er næstur, hverr sem fjárhald hefir haft. En sá maður er fjárhald á á ómaga, þá viljum vær að hann taki eigi fleiri ómaga á hendur sér en hann orkar og sé sektarlaust við konung þó að fleiri sé til en hann megi við taka, þegar hann hefir svá marga sem fé hans vinnst til viðtöku og forlags. En þeir ómagar er hann má eigi við taka, þá fari fram í ætt og taki föðurfrændur við, þeir sem næstir eru og fé hafi til. En ef þeir taka eigi við, þá svari slíkum sektum sem hinn fyrri ef hann hefði fé til og vildi eigi við taka.

25. [Um virðing á fé og innstæðueyri]

Svá skal körlum skipta og kerlingum sem öðrum skuldum, en börnum þeirra og fé skal sá veita vörð er arfi þeirra er næstur, hvárt sem haldsmaður er heldur karlmaður eða kona, þá skal engi í óvirðan eyri setjast. Færi og engi fé ómaga úr fjórðungi nema hann fái vörslumann þann er þar eigi jarðir að. Þar sé fé goldið sem hann tók ef ómagi er réttnæmur. Nú virðist þar fé svá að þar er innstæðueyrir fullur, þrjár merkur firi ómaga hvern eða meira, þá skal það fé taka og skal það hvártki vaxa né þverra, gjaldi slíkt sem hann tók. Nú ef eigi vinnst innstæðueyrir, þá skal ómagi neyta hálfrar merkur á tólf mánuðum til þess er hann er tólf vetra gamall, þá skal hann vera matlauni síðan. Ómagi skal neyta hálfrar merkur í jarðleigu. Sú virðing skal vera á jarðleigu er hið fyrsta ár var virð, hvárt sem þverr eða vex fjárhald. Maður skal eigi selja öðrum fé að halda. En ef hann selur, þá á ómagi kost að ganga á hendur hvárum sem hann vil að heimta sitt. En ef ómagi á hálfrar merkur bóljarðar, þá er það innstæðueyrir, en ef maður lætur ómaga lausan, nema dæmður sé úr hendi honum á dómi, þá skal hann setja sitt fé firi, því að skuld er engi goldin nema váttar viti, en ef hann dular, þá verður hann gjalda aðra.