Grágás/Lögsögumannsþáttur
Svo er enn mælt að sá maður skal vera nokkur ávallt á landi óru er skyldur sé til þess að segja lög mönnum og heitir sá lögsögumaður. En ef lögsögumanns missir við, þá skal úr þeim fjórðungi taka mann til að segja þingsköp upp hið næsta sumar, er hann hafði síðast heimili í. Menn skulu þá taka sér lögsögumann, og sýsla það föstudag hver vera skal, áður sakir sé lýstar. Það er og vel ef allir menn verða sáttir á einn mann. En ef lögréttumaður nokkur stendur við því er flestir vilja, og skal þá hluta í hvern fjórðung lögsaga skal hverfa. En þeir fjórðungsmenn, er þá hefir hlutur í hag borið, skulu taka lögsögumann þann sem þeir verða sáttir á, hvort sem sá er úr þeirra fjórðungi eða úr öðrum fjórðungi nokkurum, þeirra manna er þeir megu það geta að. Nú verða fjórðungsmenn eigi á sáttir, og skal þá afl ráða með þeim. En ef þeir eru jafnmargir er lögréttusetu eigu, er sinn lögsögumann vilja hvorir, þá skulu þeir ráða er biskup sá fellur í fullting með er í þeim fjórðungi er. Nú eru lögréttumenn nokkurir þeir er níta því er aðrir vilja, fái engi mann sjálfir til lögsögu, og eigu enskis þeirra orð að metast.
Lögsögumann á í lögréttu að taka, þá er menn hafa ráðið hver vera skal, og skal einn maður skilja fyrir en aðrir gjalda samkvæði á, og skal þrjú sumur samfast hinn sami hafa, nema menn vili eigi breytt hafa. Úr þeirri lögréttu er lögsögumaður er tekinn skulu menn ganga til Lögbergs, og skal hann ganga til Lögbergs og setjast í rúm sitt og skipa Lögberg þeim mönnum sem hann vill. En menn skulu þá mæla málum sínum.
Það er og mælt að lögsögumaður er skyldur til þess að segja upp lögþáttu alla á þrimur sumrum hverjum, en þingsköp hvert sumar. Lögsögumaður á upp að segja sýknuleyfi öll að Lögbergi svo að meiri hlutur manna sé þar, ef því um náir, og misseristal, og svo það ef menn skulu koma fyrr til alþingis en tíu vikur eru af sumri, og tína imbrudagahald og föstuíganga, og skal hann þetta allt mæla að þinglausnum.
Það er og að lögsögumaður skal svo gerla þáttu alla upp segja að engi viti einna miklugi ger. En ef honum vinnst eigi fróðleikur til þess, þá skal hann eiga stefnu við fimm lögmenn hin næstu dægur áður eða fleiri, þá er hann má helst geta af, áður hann segi hvern þátt upp, og verður hver maður útlagur þrem mörkum er ólofað gengur á mál þeirra, og á lögsögumaður sök þá.
Lögsögumaður skal hafa hvert sumar tvö hundruð álna vaðmála af lögréttufjám fyrir starf sitt. Hann á og útlegðir allar hálfar, þær er á alþingi eru dæmdar hér, og skal dæma eindaga á þeim öllum annað sumar hér í búanda kirkjugarði miðvikudag í mitt þing. Útlagur er hver maður þrem mörkum, er fé lætur dæma, ef hann segir eigi lögsögumanni til, og svo hverir dómsuppsöguvottar hafa verið.
Það er og, þá er lögsögumaður hefir haft þrjú sumur lögsögu, og skal hann þá segja upp þingsköp hið fjórða sumar föstudag hinn fyrra í þingi. Þá er hann og laus frá lögsögu ef hann vill. Nú vill hann hafa lögsögu lengur ef aðrir unna honum, þá skal hinn meiri hlutur lögréttumanna ráða.
Það er og að lögsögumaður er útlagur þrem mörkum ef hann kemur eigi til alþingis föstudag hinn fyrra, áður menn gangi til Lögbergs, að nauðsynjalausu, enda eigu menn þá að taka annan lögsögumann ef vilja.