Stjórnartíðindi fyrir Ísland 1874/A. deild/Nr. 1
Árgangar Stjórnartíðinda |
1874 5 6 7 8 9 • 1880 1 2 3 4 5 6 7 8 9 • 1890 1 2 3 4 5 6 7 8 9 • 1900 1 2 3 4 5 6 7 8 9 • 1910 1 2 3 4 5 6 7 8 9 • 1920 1 2 3 4 5 6 7 8 9 • 1930 1 2 3 4 5 6 7 8 9 • 1940 1 2 3 4 5 6 7 8 9 • 1950 1 2 3 4 5 6 7 8 9 • 1960 1 2 3 4 5 6 7 8 9 • 1970 1 2 3 4 5 6 7 8 9 • 1980 1 2 3 4 5 6 7 8 9 • 1990 1 2 3 4 5 6 7 8 9 • 2000 1 2 3 4 5 6 7 8 9 • 2010 1 2 3 4 5 6 7 8 9 • 2020 1 2 3 |
Stjórnartíðindi 1874. A. 1. 26. september 1874. |
Nr. 1. 14. júlí 1874. |
Fyrri: (efnisyfirlit) Næst: Allrahæsti úrskurður um að skipaður sje ráðgjafi fyrir Ísland |
Blaðsíða 2 |
um að stofnað skuli stjórnarráð fyrir Ísland og hvernig skipta skuli niður störfum þeim, sem hin íslenzka stjórnardeild, er hingað til hefir verið, hefir haft á hendi.
Með allrahæstum úrskurði, dagsettum í dag, hefir hans hátign konunginum þóknazt allramildilegast að skipa svo fyrir:
1) að stofna skuli frá 1. ágúst þ. á. sjerstakt stjórnarráð fyrir Ísland, samkvæmt stjórnarskrá um hin sjerstaklegu málefni Íslands, 5. janúar 1874, 2. og 62. gr.;
2) að öll þau mál, viðvíkjandi Íslandi, sem hingað til hafa verið afgreidd í hinni íslenzku stjórnardeild, er heyrir undir dómsmálastjórnina og að því leyti, er snertir kirkju- og skólamál, undir kirkju- og kennslustjórnina, skuli frá 1. ágúst þ. á. lögð undir stjórnarráðið fyrir Ísland, þannig að öll sjerstakleg íslenzk málefni verði eptirleiðis afgreidd í þessu stjórnarráði, að undantekinni endurskoðun íslenzkra reikninga, sem 1. reikningastjórnardeild fjárhagsstjórnarinnar skal hafa á hendi fyrst um sinn eins og hingað til;
3) að færeysku málin, sem hingað til hafa verið afgreidd í hinni íslenzku stjórnardeild, skuli lögð undir 2. stjórnardeild dómsmálastjórnarinnar, að undanteknum færeyskum kirkju- og skólamálum, sem skulu lögð undir kirkju- og kennslustjórnina.
L. Gr. Holstein.