Stjórnartíðindi fyrir Ísland 1874/A. deild/Nr. 3

Úr LagaWiki
Útgáfa frá 21. janúar 2023 kl. 14:24 eftir Stefán Örvar Sigmundsson (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. janúar 2023 kl. 14:24 eftir Stefán Örvar Sigmundsson (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Núverandi útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Árgangar Stjórnartíðinda

1874 5 6 7 8 91880 1 2 3 4 5 6 7 8 91890 1 2 3 4 5 6 7 8 91900 1 2 3 4 5 6 7 8 91910 1 2 3 4 5 6 7 8 91920 1 2 3 4 5 6 7 8 91930 1 2 3 4 5 6 7 8 91940 1 2 3 4 5 6 7 8 91950 1 2 3 4 5 6 7 8 91960 1 2 3 4 5 6 7 8 91970 1 2 3 4 5 6 7 8 91980 1 2 3 4 5 6 7 8 91990 1 2 3 4 5 6 7 8 92000 1 2 3 4 5 6 7 8 92010 1 2 3 4 5 6 7 8 92020 1 2 3

Stjórnartíðindi 1874. A. 1.
26. september 1874.
Nr. 3.
19. september 1874.
Fyrri: Allrahæsti úrskurður um að skipaður sje ráðgjafi fyrir Ísland
Næst: Áætlun um tekjur og útgjöld Íslands á reikningsárinu frá 1. janúar til 31. desember 1875, staðfest af konungi 6. nóvember 1874
Blaðsíða 4
Auglýsing
fyrir Ísland, er minnir menn á ákvarðanir peningalaganna með tilliti til þess, að hin nýja reikningseining verði leidd í gildi.

Með því reikningseining sú, sem ákveðin er fyrir peningareikning Danmerkur með lögum 23. maí 1873, nefnilega krónan, er skiptist í 100 aura, samkvæmt allrahæstum úrskurði hans hátignar konungsins, 20. maí þ. á., skal leidd í gildi frá 1. janúar 1875, hefir fjárhagsstjórninni virzt ástæða til, nú þegar að minna menn á, að sökum þessa skuli frá 1. janúar 1875 miða allar þær skuldbindingar við krónumynt, sem gengizt er undir að gjalda í innlendum peningum, og að öllum gjöldum, opinberum og einstakra manna, sem ákveðin eru Í ríkismynt, skuli breyta á þann hátt, að þau greiðist í krónumynt eptir hlutfalli því, sem ákveðið er í peningalögunum, 18. gr.
Frá sama degi skal þar að auki krónan við höfð sem reikningseining í öllum reikningum og afgreiðslum ríkisins, þjóðbánkans og sveitafjelaganna, þar sem miðað er við innlenda peninga, og er þetta einnig skylda sjerhverrar stofnunar eða fjelags, sem hefir veitingarbrjef stjórnarinnar, eða samkvæmt lögum eða leyfisbrjefi er aðnjótandi ívilnunar á stimpilgjaldi. Sje brotið gegn þessu, þá varðar það 10—200 króna sektum.

Í fjárhagsstjórninni, 19. dag septbrm. 1874.
C. A. Fonnesbech.
Lange.