Stjórnartíðindi fyrir Ísland 1874/B. deild/Bls. 7–8

Úr LagaWiki
Útgáfa frá 5. nóvember 2023 kl. 22:29 eftir Stefán Örvar Sigmundsson (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. nóvember 2023 kl. 22:29 eftir Stefán Örvar Sigmundsson (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Núverandi útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Árgangar Stjórnartíðinda

1874 5 6 7 8 91880 1 2 3 4 5 6 7 8 91890 1 2 3 4 5 6 7 8 91900 1 2 3 4 5 6 7 8 91910 1 2 3 4 5 6 7 8 91920 1 2 3 4 5 6 7 8 91930 1 2 3 4 5 6 7 8 91940 1 2 3 4 5 6 7 8 91950 1 2 3 4 5 6 7 8 91960 1 2 3 4 5 6 7 8 91970 1 2 3 4 5 6 7 8 91980 1 2 3 4 5 6 7 8 91990 1 2 3 4 5 6 7 8 92000 1 2 3 4 5 6 7 8 92010 1 2 3 4 5 6 7 8 92020 1 2 3

Stjórnartíðindi 1874. B. 1.
19. ágúst 1874.
Fyrri: Bréf ráðgjafans fyrir Ísland (til landshöfðingjans yfir Íslandi)
Næst: Dagsskrá fyrir fangana í hegningarhúsinu í Reykjavík
Blaðsíða 7
Embættismenn skipaðir og settir.

Hinn 16. dag júlímánaðar hefir hans hátign konunginum þóknast allramildilegast að skipa hans excellence, dómsmálastjóra Christian Sophus Klein, til þess að vera ráðgjafa fyrir Ísland.

Hinn 8. dag ágústmánaðar hefir ráðgjafinn fyrir Ísland, eptir að þegnlegt bónarbréf þar um hafði verið ritað, sett fyrrverandi yfirdómara Benedikt Sveinsson, til að gegna sýslumannsembættinu í Þingeyjarsýslu innan norðr og austramtsins um eins árs tíma frá 1. september næstkomandi að reikna.

11. s. m. var Krossþingaprestakall í Rangárvallasýslu af stiptsyfirvöldunum veitt sira Guðjóni Hálfdánarsyni á Dvergasteini.

12. s. m. var Hjaltastaðar og Eyða prestakall af hinum sömu veitt cand. theol. Bírni Þorlákssyni.

Menn sæmdir heiðrsmerkjum.

Annan dag ágústmánaðar þ. á. hefir hans hátign konungrinn allramildilegast sæmt
ráðgjafann fyrir Ísland, hans excellence dómsmálastjóra Klein kommandör af dannebrogen og dbrm.,
með stórkrossi dannebrogsorðunnar;
landshöfðingjann yfir Íslandi Hilmar Finsen kommandör af dannebrogen 2. stigi og dbrm., og stjórnardeildarforingja fyrir hinni íslensku stjórnardeild Oddgeir Stephensen kommandör af dannebrogen 2 stigi og dbrm.
með kommandörkrossi dannebrogsorðunnar 1. stigi;
biskup dr. theologiæ Pétr Pétrsson riddara af dannebrogen og dbrm.
með kommandörkrossi dannebrogsorðunnar 2. stigi;
forstjóra landsyfirdómsins Þórð Jónasson kommandör af dannebrogen,
jústitsráð dr. medic. landlækni Jón Jónsson Hjaltalín riddara af dannebrogen og
prófast í Rangárvallasýslu prófastsdæmi og sóknarprest að Odda sira Ásmund Jónsson riddara at dannebrogen,
með heiðrsmerki dannebrogsmanna;
amtmann yfir norðr- og austramtinu Kristján Kristjánsson,
yfirdómara Jón Pötrsson,
landfógeta Árna, Thorsteinsson, kanselliráð,
héraðslækni í vestrlæknisumdæmi norðramtsins kanselliráð Jósep Skaptason,
umboðsmann Árna Thorlacius,
verzlunarstjóra Guðmund Thorgrímsen á Eyrarbakka,
sóknarprest að Vallanesi í Suðrmúlaprófastsdæmi sira Einar Hjörleifsson,
prófast í Gullbringu- og Kjósarsýslu prófastsdæmi og sóknarprest til Garða og Bessastaða, sira Þórarinn Böðvarsson,
sóknarprest til Útskála, Hvalsness og Kirkjuvogs, sira Sigurð B. Sivertsen,
prófast í Eyjafjarðarsýslu prófastsdæmi og sóknarprest til Akreyrar sira Daníel Halldórsson,
sóknarprest til Vatnsfjarðar í Ísafjarðarsýslu, prófast sira Þórarinn Kristjánsson,
sóknarprest til Hruna og Tungufells í Árnessýslu, prófast sira Jóhann K. Briem,
prófast í Suðrmúlasýslu prófastsdæmi og sóknarprest til Hallormsstaðar sira Sigurð Gunnarsson,
með riddarakrossi dannebrogsorðunnar;
hreppstjóra í Bjarnaneshrepp í Austr-Skaptfellssýslu Stefán Eiríksson,
hreppstjóra í Vestrlandeyjahrepp í Rangárvallasýslu Sigurð Magnússon,
óðalsbónda Magnús Jónsson í Bráðræði við Reykjavík,
borgara í Reykjavík Geir Zoega,
smið og dýralækni í Reykjavík Teit Finnbogason,
hreppstjóra í Grímsneshrepp í Árnessýslu Þorkel Jónsson,
umboðsmann yfir Eyjafjarðarsýslujörðum Stefán Jónsson,
bónda Daniel Jónsson á Þóroddstöðum í Húnavatnssýslu,
hreppstjóra í Fellshrepp í Skagafjarðarsýslu Björn Þórðarson,
óðalsbónda Benidikt Blöndal á Hvammi í Húnavatnssýslu,
hreppstjóra Einar Ásmundsson á Nesi í Þingeyjarsýslu,
hreppstjóra í Öngulstaðahrepp í Eyjafjafjarðarsýslu Sigurð Sveinsson,
bónda Ingjald Jónsson á Mýrum í Bárðardal í Þingeyjarsýslu,

Blaðsíða 7

bónda Björn Gíslason á Hauksstöðum i Vopnafjardarhrepp i Norðmúlasýslu,
sáttasemjanda Gísla Bjarnason á Ármúla í Ísafjarðarsýslu,
fyrrverandi hreppstj. Hafliða Eyúlfsson á Svefneyjum í Barðastrandarsýslu og
fyrrverandi hreppstjóra Daniel Jónsson á Fróðastöðum í Mýrasýslu
með heiðrsmerki dannebrogsmanna.
Hinn 10. dag ágústmánaðar er amtmaðr í suðr- og vestramtinu riddari af dbr. Bergr Thorberg allramildilegast sæmdr heiðrsmerki dannebrogsmanna;
yfirkennari Halldór Kr. Friðriksson,
dómkirkjuprestr sira Hallgrímr Sveinsson, og
franskr varakonsúll A. Randrup
allramildilegast sæmdir riddarakrossi dannebrogsorðunnar, og
organisti Pétr Guðjónsson,
kaupstjóri Tryggvi Gunnarsson,
bæjarstjórnarmaðr í Reykjavík Jóhannes Olsen,
járnsmiðr samastaðar Jónas Helgason, og
hafnsögumaðr samastaðar Jón Oddsson
allramildilegast sæmdir heiðrspeningum af gulli.

Óveitt embætti.

Prestaköll þessi:
Staðr í Súgandafirði í Ísafjarðarsýslu, auglýst 8. maí 1865 metið 129 rd. 57 sk.
Þóroddstaðr með Ljósavatni í Þingeyjarsýslu, auglýst 15. maí 1866, metið 366 rd. 83 sk.
Breiðavíkrþing í Snæfellsnessýslu, auglýst 16. desbr. 1868, metið 201 rd. 7O sk.
Meðallandsþing í Skaptafellssýslu, auglýst 21. ágúst 1869, metið 234 rd. 62 sk.
Selvogsþing í Árnessýslu, auglýst 4. apríl 1870, metið 220 rd. 16 sk.
Stærriárskógr í Eyjafjarðarsýslu, auglýst 1. nóvbr. 1870, metið 226 rd. 17 sk.
Fagranes með Sjáfarborg í Skagafjarðarsýslu, auglýst 24. apríl 1871, metið 250 rd. 19 sk.
Hvammr með Ketu í Skagafjarðarsýslu, auglýst 26. ágúst 1871, metið 231 rd. 18 sk.
Þönglabakki með Flatey í Þingeyjarsýslu, auglýst 24. janúar 1878, metið 185 rd. 31 sk.
Ögrþing í Ísafjarðarsýslu, auglýst 27. mars 1873, metið 366 rd. 5 sk.
Skinnastaðir með Víðirhól í Þingeyjarsýslu, auglýst 24. apríl 1873, metið 329 rd. 19 sk. Sá sem fær þetta brauð, má vænta þess að verða settr til að þjóna Garðsprestakalli í Kelduhverfi fyrst um sinn.
Fell í Sléttuhlíð með Höfða í Skagafjarðarsýslu, auglýst 18. júní 1873 metið 302 rd. 94.sk.
Kvíabekkr í Eyjafjarðarsýlu, auglýst 11. septbr. 1873, metið 371 rd. 69 sk.
Lundarbrekka í Þingeyjarsýslu, auglýst 9. febrúar 1874, metið 238 rd. 68 sk.
Rípr í Skagafjarðarsýslu, auglýst 28. marts 1874, metið 193 rd. 14 sk.
Garpsdalr í Barðastrandarsýslu, 18. júní 1874, metið 211 rd. 94 sk.
Presthólar í Þingeyjarsýslu, auglýst 18. júní 1874, metið 318 rd. 20 sk.

Þeir sem sækja um og fá þessi prestaköll, og þjóna þeim svo vel sé í 3 ár, geta samkvæmt konungsúrskurði 24. febrúar 1865 vænst þess að verða teknir fram fyrir aðra, til að fá hið fyrsta prestakall, er þeir sækja um, ef tekjur þess eru ekki yfir 450 rd.

Ás í Fellum í Norðrmúlasýslu, auglýst 23. júlí 1874, metið 371 rd. 17. sk. Prestsekkja er í brauðinu.
Dvergasteinn í Norðrmúlasýslu, auglýst 13. ágúst 1874, metið 520 rd. 39 sk.
Staðarstaðr í Snæfellsnessýslu, auglýst 13. ágúst 1874. metið 922 rd. 67 sk. Í brauðinu er uppgjafaprestr, sem nýtr árlega til dauðadags 2 fimtunga af föstum tekjum prestakallsins og afgjaldi staðarins, og af arði Gamla Hólma í Hagavatni 16 punda af vel hreinsuðum æðardúni