Stjórnartíðindi fyrir Ísland 1874/B. deild/Nr. 3

Úr LagaWiki
Útgáfa frá 5. nóvember 2023 kl. 02:12 eftir Stefán Örvar Sigmundsson (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. nóvember 2023 kl. 02:12 eftir Stefán Örvar Sigmundsson (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Núverandi útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Árgangar Stjórnartíðinda

1874 5 6 7 8 91880 1 2 3 4 5 6 7 8 91890 1 2 3 4 5 6 7 8 91900 1 2 3 4 5 6 7 8 91910 1 2 3 4 5 6 7 8 91920 1 2 3 4 5 6 7 8 91930 1 2 3 4 5 6 7 8 91940 1 2 3 4 5 6 7 8 91950 1 2 3 4 5 6 7 8 91960 1 2 3 4 5 6 7 8 91970 1 2 3 4 5 6 7 8 91980 1 2 3 4 5 6 7 8 91990 1 2 3 4 5 6 7 8 92000 1 2 3 4 5 6 7 8 92010 1 2 3 4 5 6 7 8 92020 1 2 3

Stjórnartíðindi 1874. B. 1.
19. ágúst 1874.
Nr. 3.
22. júní 1874.
Fyrri: Konungsbréf
Næst: Bréf ráðgjafans fyrir Ísland (til landshöfðingjans yfir Íslandi)
Blaðsíða 2
Reglur
fyrir fangana í hegningarhúsinu í Reykjavík.


1. gr.

Fanginn skal, eptir undirbúningsdvöl á móttökustofunni, þar sem hann fær þær ákvarðanir að vita, sem fyrir stofnunina gilda, og þar sem hann verðr færðr í ákveðinn fangabúning, taka út ídæmda hegningu, annaðhvort í einverufangelsi, eðr þannig, að hann á daginn vinni í samveru við aðra, en sé á nóttunni eptir aðalreglunni í einhýsi.

Á móttökustofunni skal rannsaka hvern fanga, og skal hann þá afhenda umsjónarmanni undantekningarlaust alt, sem hann hefir meðferðis til stofnunarinnar.

2. gr.

Skyldur fanga eru yfir höfuð þessar:

1. Fyrirskipaða húshætti skal hann í einu og sérhverju halda og samstundis gegna bendingum þeim, er honum verða gjörðar.
2. Hann skal sýna öllum yfirboðurum sínum virðingu og skilyrðislausa hlýðni.
3. Bann skal með þögn, guðrækni og eptirtekt hlýða á helgar tíðir og húsvitjanir sálusorgarans.
4. Það, sem honum er fyrir sett að vinna, skal hann gjöra með iðni og alúð. Um vinnutímann má hann aldrei vera iðjulaus.
5. Meðfanga sína skal hann umgangast með velvilja og friðsemi. Taki hann hegninguna út í einhýsi, skal hann forðast allar tilraunir til að komast í kunningskap við meðfanga sína.

3. gr.

Bæði í einhýsinu og á vinnustofunni skal fanginn hafa um sig hljótt og kyrt. Allr hávaði, kveðskapr og annar órói er fyrirboðinn. Alla hreinsun hýbýlanna skal vel vanda og framkvæma á þeim tíma, sem húshættir bjóða; þó skal glugga fága að eins, þegar umsjónarmaðr skipar. Fangi skal varast alla tilraun til að komast í samband við nokkurn mann, sem ekki er viðriðinn hegningarhúsið. Veggi, hurðir, þil og föst áhöld í fangahýbýlunum má eigi skaða né óhreinka með höggum, útskurði, eða með að klína þau, eða öðruvísi. Fangi skal ábyrgjast áhöld og verkfæri, sem honum eru fengin. Brotni eðr bili nokkuð, sem honum er trúað fyrir, skal hann þá þegar segja umsjónarmanni til, en hegningu skal það varða, ef skemdir komast upp, sem hann eigi hefir til sagt. Hins sama skal fangi gæta, ef eitthvað týnist, sem honum hefir verið fengið. Aldrei má hann undir höndum hafa neitt það, sem honum hefir ekki verið fengið af einhverjum yfirboðara sinna, en samstundis afhenda umsjónarmanni alt það, er honum eigi kemr við, og hann kynni að finna, eða honum vera gefið án vitundar umsjónarmanns.

Fyrir hverskonar vanrækt eða brot á móti þessu, bakar fangi sör hegningu.

4. gr.

Fangi skal nákvæmlega hlýða hverri þeirri reglu, sem. honum verðr sett til viðrhalds heilbrigðinni. Án sérstaks leyfis læknisins getr hann ekki undanþegist ráðstöfunum þeim, sem í þá stefnu eru gjörðar. Öllu, sem umsjónarmaðr skipar til viðrhalds nauðsynlegu hreinlæti, skal fangi tregðulaust hlýða. Hann skal leggja sitt fram til þess, að ætíð sé hreint og gott loft í herbergjum þeim, er hann skal í vera.

Ef fangi verðr lasinn, segir hann umsjónarmanni frá því. Mun þá læknirinn líta til hans, og skal hann þá nákvæmlega fara að ráði læknis, hvort sem hann verðr kyrr í fangaherbergi sínu, eða hann verðr lagðr á sjúkrastofuna.

5. gr.

Þegar fanga er hleypt út í garðinn, skal hann vera í sífeldri hreifingu. Að skera í eða klína á múr eða skíðgarð er strengilega bannað, og skal fangi varast þar allan hávaða og skarkala, eins og sérhverja aðra óreglu.

6. gr.

Þegar fangi fer milli einhýsis síns og vinnustofunnar eða garðsins, skal hann vera í sínum fyrirskipaða fangabúningi, og sérhver háreysti eða jafnvel samtal er honum fyrirboðið, þá er hann gengr hér á milli til og frá. Frá vinnustofunni má hann ekkert með sér taka af verkfærum né áhöldum, nema það, sem honum berlega er skipað.

7. gr.

Að undanteknum sunnu- og helgidögum, hvíldarstundum og þeim stundum, sem fanga eru ætlaðar til að vera í garðinum, skal hann stöðugt vera að verki sínu og gjöra það eptir reglunnm fyrir skylduvinnunni. Það er fanga leyft að sýsla við daglegt verk sitt á tómstundum hans, þegar annars ekkert er því til fyrirstöðu. Fangi er skyldr til af fremsta megni að sýna námfýsi, nákvæmni og iðjusemi, og að fara vel og gætilega með verkfæri þau og verkefni, sem honum eru fengin.

8. gr.

Með tilliti til fullnægjugjörðar hegningarvinnunnar og heimildar fanga til að fá hlutdeild í arði vinnu sinnar, er hegningartímanum skipt á þessa leið.

A. Typtunarhúsvinnan.

I. Undirbúningsstigið. Á þessu stígi skal fanginn vera ákveðinn tíma sem er 3 mánuðir, og er fangi þá í einhýsi. Vinnan skal vera að tæja kaðal eða því um lík létt og einföld vinna í höndunum, og er hér eigi fyrir sett skylduvinna, en eigi heldr vinnuarðr veittr. Að lokum hvers mánaðar eptir komu fanga eru honum gefnar 2 einkunnir, önnur fyrir framferði hans yfir höfuð, hin fyrir iðni hans við verk sitt. Hafi hann á nefndum 3 mánuðum náð 12 tröppum (að meðaltali einkunninni: «vel»), kemst hann strax í 2. flokk þvingunarstigsins; að öðrum kosti verðr hann að byrja í neðsta flokki þvingunarstigsins.

II. Þvingunarstigið skiptist í 3 flokka, 1. 2. og 3. flokk. Á þessu tímabili vinna fangarnir á vinnustofunni fyrir lokuðum dyrum, og er þeim sett skylduvinna fyrir, veitist þeim þá hlutdeild í vinnuarðinum, eptir reglum þeim, sem hér á eptir koma.

1. Flokkr er í rauninni ekki annað en hegningarflokkr fyrir þá, sem fyrir laklegt framferði annaðhvort komast í þennan flokk frá undirbúningstímanum, eða eru fluttir niðr í hann úr efri flokkum. Reglurnar eru hinar sömu, sem fyrir undirbúningstímann; nema hvað dagleg skylduvinna er fyrir sett og sætir eptirlili á hverju kvöldi við háttatíma. Hlutdeild í vinnu arði veitist ekki. Til þess að komast upp í 2. flokk, skal fangi sá, er kemr frá undirbúningsstiginu, hafa náð 12 tröppum; þó má fangi, hvernig sem á stendr, ekki vera þar skemr en 3 mánuði.

2. Flokkr. Reglurnar eru hér hinar sömu sem í 1. flokki, þó skal fanga, ef hann lýkr við fyrirsetta skylduvinnu, veita 4 aura (2 sk.) á dag, og má með nákvæmara leyfi lögreglustjórans verja helminginum af þessu til að kaupa matvæli fyrir handa fanganum, svo og munn- og neftóbak. Þegar liðnir eru að minsta kosti 6 mánuðir, og fanginn að meðaltali hefir hlotið einkunnina «vel», getr vinnu arðrinn hækkað upp í 6 aura (3 sk.) daglega. Eptir 15 mánaða dvöl að minsta kosti og með sömu meðaltalseinkunn, sem nýlega var nefnd, getr fangi komist úr þessum flokki upp í 3. flokk.

3. Flokkr. Reglurnar eru eins og fyrir 2. flokk með tilhliðrunum sem hér segir: Vinnu arðrinn fyrir unnin skylduverk, sem sæta eptirliti að eins á viknamótum, er 8 aurar (4 sk.) á dag, og má verja helminginum af þessu eins og í 2 flokki segir. Dvöl fanga í þessum flokki er komin undir því, hvað hegningartíminn er langr, samkvæmt reglunum í tilsk. 28. febr. þ. árs. En þegar hálf dvöl hans í þessum flokki er liðin, og fanginn að meðaltali hefir fengið einkunnina «vel», má smámsaman láta honum enn fremr eptir, að brugðið sé út af reglunum, sem hér segir: Á sunnu- og helgidögum má, ef veðr er til, leyfa fanga að vera lengr í garðinum en venjulegt er, ef kringnmstæður leyfa það; skal reyndar setja honum fyrir skylduvinnu, en verði því ekki komið við, eru honum eigi bönnuð önnur störf. Vinnu arðrinn er ekki ákveðinn eins og fyrr, en greiðist á viknamótum eptir máli og vigt á aukavinnu þeirri, sem skilað er, og verði eigi komið við að setja fanga fyrir skylduvinnu, skal veita honum alt að 16 aurum (8 sk.) daglega, eptir því hvað iðinn hann hefir verið. Helmingi vinnu-arðsins má verja sem að framan segir, og til að kaupa almanak. Fyrir hegðun og iðni fanga við vinnuna skal honum nú einungis veitt einkunn fyrir 3 mánuði í einu, og getr hann ekki náð upp á yfirferðarstígið, nema hann hið síðasta ár hafi öðlast svo margar tröppur, að hann að minsta kosti hafi hlotið «vel» að meðaltali fyrir hegðun sina.

III. Yfirferðarstigið. Í stað hins sérstaka búnings, er fangi var íklæddr á undanförnum stigum, skal honum nú leyft að bera klæðnað, er meira nálgast búningi þeim, sem frjáls verkmaðr gengr i. Fangar skulu nú eigi vinna fyrir luktum dyrum, heldr skal, sem fremst er unt, fá þeim þvílik störf, sem þeir ætla að hafa sér til atvinnu eptirleiðis. Þeim skal veittr nákvæmar tiltekinn hluti vinnulaunanna, að tiltölu við það, sem frjálsir verkmenn fá, og skulu þeir fyrir helminginn af þessu ekki að eins mega auka við sig fæði, heldr einnig kaupa sér nytsama muni, þó að eins með sérlegu leyfi lögreglustjóra. Vinnutíminn er að eins til kl. 7 á kvöldin.

Fangarnir eru eigi skyldir til að hlýða á helgar tiðir.

Þeir skulu mega fá bækr úr bókasafninu til afnota.

Fanganum skal eigi gefin sérstakleg einkunn fyrir hegðun hans; en stjórn hegningarhússins skal eigi að síðr gefa gaum að, hversu hann notar hið rífara frelsi, sem honum er veitt. Skyldi hann drýgja hegningarverða yfirsjón, eða yfir höfuð gefa á sér illan grun, skal hann, hvernig sem á stendr, færa aptr niðr á þvingunarstigið, og getr hann ekki aptr komist upp á yfirferðarstigið, nema með sérstöku leyfi landshöfðingja.

Þegar fangi er búinn að vera á yfirferðarstiginu eptir nýnefndum reglum, þegar stjórnin yfir höfuð hefir von um, að hann muni hegða sér ráðvandlega, eptir öllu ráðlagi hans, og þegar búið er að útvega honum sómasamlega stöðu eða atvinnu í mannfélaginu, þá má stjórn hegningarhússins bera það upp fyrir ráðherra Íslands, að honum megi veitast uppgjöf á hegningu með tilteknum skilyrðum og nákvæmari takmörkum eptir reglug. 28. febr. þ. á

B. Betrunarhúsvinna í sameiningu.

Fullnustugjörð hegningarinnar fer fram eptir framanskrifuðum reglum fyrir hin ýmsu hegningarstig, en með þessum tilhliðrunum og nákvæmari ákvörðunum:

1. Undirbúningsstigið stendr yfir um 3 mánuði, en þvingunarstigið og yfirferðarstigið styttist eptir reglunum í reglug. 28. febr. þ. á.

2. Í 2. flokki þvingunarstigsins getr vinnu arðrinn fyrst eptir 3 mánuði að minsta kosti stigið upp í 6 aura (3 sk.) daglega.

C. Hegningarvinna í einhýsi.

Hegningarvinnu, sem út skal taka í einhýsi, skal sömuleiðis fylgja fram eptir hinni áframlíðandi hegningarreglu, að því leyti sem hegningartíminn skiptist í 4 stig, sem eru:

I. stig, og eru reglurnar um skylduvinnu, vinnulaun og verutíma þar hinar sömu, sem settar eru fyrir undirbúningsstigið með tilliti til hegningarvinnu í sameiningu.

II. — med ákveðinni skylduvinnu og vinnukaupi 4 aurum (2 sk.) á dag, fyrir hvern verkdag; verutími að minsta kosti missiri.

III. — með ákveðinni skylduvinnu og vinnukaupi 6 aurum (3 sk.) fyrir hvern verkdag; veran á því stigi er að minsta kosti 1 ár.

IV. — með ákveðinni skylduvinnu og vinnukaupi 8 aurum (4 sk.) fyrir hvern verkdag; að öðru leyti gilda reglur þær, sem settar eru að framan um hegningarvinnu í sameiningu, með þeim tilhliðrunum, er með þarf.

9. gr.

Helming þess, er fangi vinnr sér inn með vinnu sinni, skal geyma, uns hann er látinn laus, og skal honum þá fengið það með sér. Yfir hinum helminginum má fanginn ráða þannig, að hann annaðhvort sé geymdr, eða að fanginn fái fyrir hann matvæli, sem leyfilegt er að auka reglulegt daglegt matarhæfi hans með. Líka má veita honum frelsi til, að styrkja næstu náunga sína af vinnu-arðinum, þó með því skilyrði, að hann eigi ætíð sjálfr að minsta kosti 10 rd. (20 krónur) óeydda.

10. gr.

Óski fangi að tala við einhvern af embættismönnum stofnunarinnar, skal hann um það snúa sér að umsjónarmanni.

Eins og fangi ætíð skal fram bera bænir sínar og önnur erindi með kurteysi og hógværð, þannig skal honum alvarlega boðið að fylgja sannleikanum strengilega, þegar hann hefir eitthvað upp að bera eða um að kvarta. Öll ósannindi eða jafnvel ranghermi hefir hegningu í för með sér.

Haldi fangi, hvort sem er á degi eða nóttu, að svo bráðrar hjálpar sé þörf í einu eða öðru sem við liggr, að eigi þoli það bið, uns umsjónarmaðr vitjar hans, má hann hringja klukkunni (berja á dyr sínar). Aptr á móti sætir það hegningu, ef hann kallar umsjónarmann að nauðsynjalausu.

11. gr.

Föngunum í hegningarstofnuninni má veita einstakar ívilnanir, ef þeir hegða sér vel og misbrúka þær ekki. Þvilíkar ívilnanir eru:

Sérhver fangi skal hjá sér hafa hina almennu sálmabók og nýatestamentið, en getr að anki úr bókasafni stofnunarinnar fengið til láns guðsorðabækr og því um lík uppbyggileg rit.

Hann getr fengið skriffæri, svo hann öðlist kost á að rita hjá sér það, sem hann hefir lesið sér til nytsamt og lærdómsríkt, og eins sér til æfingar í að selja fram og útlista hugsanir sínar.

Að fengnu leyfi lögreglustjórans getr hann skrifað ættingjum sínum til eða öðrum, sem ekki koma hegningarstofnuninni við. Það segir sig sjálft, að bréf fanga hljóta að vera heiðvirð og kurteys. Sé efni þeirra á þá leið, að hegningarhús-stjórnin hljóti að skorast undan að senda þau, verða bréfin eyðilögð, og fangi látinn vita af því.

Fangi má taka á móti bréfum út í frá með leyfi löggreglustjórans, þegar ekkert er í þeim, sem stjórnin álitr honum ekki hæfa að vita.

Frændr fanga mega vitja hans í herbergi, sem til þess er ætlað, og í viðrvist umsjónarmannsins, ef stjórnin hefir ekkert við það að athuga.

Fangi getr skorast undan að tala við þá menn, sem eigi eru viðriðnir hegningarhúsið.

Eins og í 9. gr. segir, getr hann fengið leyfi tilað styrkja nánustu ættingja sína, eða verja helmingnum af vinnu arði sínum eptir nærmeira leyfi stjórnarinnar til að kaupa þarflega og nytsama muni.

12. gr.

Hegði fangi sér illa mun það leiða af sér hegningu eptir tilskip. 5. jan. 1874, og er það aptr afleiðing hegningarinnar, að honum verðr ekki veitt neitt af ívilnunum þeim, sem nefndar eru í 11. gr., allra síst næsta missiri á eptir.

Landshöfðinginn yfir Íslandi, Reykjavík 22. dag júnímán. 1874.
Hilmar Finsen.
Jón Jónsson.