Munur á milli breytinga „Járnsíða/Kristindómsbálkur“

Úr LagaWiki
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 10. ágúst 2024 kl. 14:34

Járnsíða ÞingfararbálkurKristindómsbálkurMannhelgiKvennagiftingarErfðatalLandabrigðabálkurRekabálkurKaupabálkurÞjófabálkur

1. [Um helga trú]

Það er upphaf laga várra Íslendinga sem upphaf er allra góðra hluta að vær skulum hafa og halda kristilega trú. Vær skulum trúa á guð föður almáttkan skapara himins og jarðar. Vær skulum trúa á várn drottin Jhesúm Krist og hans einga sun er getinn er af krafti heilags anda og fæddist af Maríu mey, píndur undir Pílats valdi, krossfestur, deyddur og grafinn, fór niður til helvítis að leysa þaðan alla sína menn. Þriðja dag eftir er hann var deyddur reis hann upp af dauða og var síðan með lærisveinum sínum fjóra tigi daga frá páskadegi og til helga þórsdags og steig þá til himna upp og þaðan skal hann koma á efsta degi þessa heims að dæma hvern eftir sínum verðleika. Vær skulum trúa á helgan anda að hann er sannur guð sem faðir og sunur og þær þrjár skilningar er einn guð. Vær skulum trúa á það allt sem trúir öll kristileg þjóð og heilagra manna samband og heilög kirkja hefir samþykkt með óbrigðilegri staðfestu. Vær skulum trúa synðir firilátast með sannri iðran og skriftagang, með holdi og blóði várs drottins er í messunni helgast með bænahaldi og ölmusugerðum og föstum og með öllum öðrum góðum hlutum er menn gera, hugsa eða mæla. Vær skulum trúa að hvers manns líkamur, er í er kominn heiminn eða koma kann til dómadags, skal þá upp rísa og þaðan af skulu þeir er illa gera þessa heims hafa endalausan ófagnað með djöflinum og hans englum í helvíti. En þeir sem gott hafa gört þessa heims skulu þá fá og hafa eilífan fagnað með guði og öllum helgum í himinríki.

2. [Um völd konungs og byskups]

Nú af því að guðs miskunn sér til þess þörf hversdaglega ótölulegs lýðs og ímis fjölmennis þá hefir hann skipað tveim sínum þjónum að vera augsýnilega hans umboðsmenn um þessa helga trú og hans heilagt lögmál, góðum mönnum til réttinda en vándum mönnum til refsingar og hreinsanar. Eru þeir tveir, annar konungur en annar byskup. Hefir konungur af guði veraldlegt vald til veraldlegra hluta, en byskup andlegt vald til andlegra hluta og á hvárr þeirra að styrkja annars vald til réttra hluta og löglegra og kennast við sig að þeir hafa vald og yfirboð af sjálfum guði en eigi af sér og fyr því að þeir eru guðs umboðsmenn, hins og annars að það sjá allir að þeirra má á enga lund missa, þess ins þriðja að sjálfur guð virðist að kalla sig með þeirra nöfnum, þá er sá í miklum háska sannlega við guð er þá styrkir eigi með fullkominni ást og hræðslu til síns valds, þess er guð hefir þeim til skipað, þar sem þeir bera svá mikla áhyggju firir landsfólkinu og ábyrgjast firi guði, allra helst þar sem lögin vátta með stöðum eða merkjum svá að hvárki megi höfðingjarnir, ef þeir geyma þessa, nauðga eða þyngja fólkinu og með of mikilli áþyngð, og að eigi megi fávitrir menn synja höfðingjunum löglegrar þegnskyldu firi þrjósku sakir eða skamsýnnar óvisku.

3. [Um lýðskyldu við konung]

Nú af því að landsfólkið á mikla lýðskyldu að veita konunginum, þá veri það þarflegt að menn varaðist þá myklu villuþoku er mestur hlutur lands þessa hefir svá hörmulega verið blindaður af að í öngu landi finnast dæmi til þar sem teknir hafa verið ímissir menn og kallaðir konungar ranglega á mót lögum hins helga Ólafs konungs og öllum þeim réttyndum er hverr bóndi vildi una af öðrum um sínar erfðir, þjónað oft velbornir menn þeim er varla máttu vera knapar þeirra, sem enn váttar í dag, hvárt þeir misstu fleiri óðala sinna, og svá hitt sama um manna missurnar. Nú að menn þurfi eigi griplandi hendi eða leitandi eftir fara hverr konungur á réttlega að vera í Noregi, þá sé það kunnigt öllum Norðmönnum að Hákon konungur, sun Hákonar konungs, sunarsun Sverris konungs, staðfesti svá og lét í bók setja á Frostaþingi hverr að réttum erfðum á að vera Noregs konungur eftir lögum hins helga Ólafs konungs með ráði og samþykki Magnúss konungs sunar síns, Einars erkibyskups og allra annarra ljóðbyskupa, lendra manna og lærðra, stallara og lögmanna og allra handginginna manna þeirra er þá vóru í hjá og -allra Frostuþingsmanna, og síðan birti þetta Magnús konungur sun hans í öllum hlutum landsins á þingum og samþykktu því allir Noregs menn firi sig og sitt afspringi með réttu þingtaki að þessi skipan skal standa þar um ævinlega sem þá var gör og fylgir nú hér.

4. [Hver skal konungur vera í Noregi]

Sá skal konungur vera í Noregi er skilgetinn er Noregs konungs sun hinn ellsti, óðalborinn til lands og þegna. En ef eigi er skilgetinn sun til, þá skal sá konungs sun konungur vera þó að hann sé eigi skilgetinn, en ef engi er þessara, þá sé sá konungur að Noregi er óðalborinn er og erfðum er næstur og þá af konunganna ættum kominn. Síðan eftir fráfall konungs, þá sé sjálfboðið konungsefni, byskupum öllum og ábótum, hirðstjórum og lögmönnum með hirð alla að sækja norður til hins helga Ólafs konungs frænda síns og nefni hirðstjórar með sér tólf hina vitrustu bændur úr hverju byskups ríki og sé á för innan fyrsta mánaðar síðan er þeir spyrja konungs líflát. Þá láti konungsefni stefna Eyraþing og sé þar til konungs tekinn og sveri þegnum sínum lög og réttyndi en þeir honum lönd og þegna. Nú ef nokkur lætur sig öðru víss til konungs taka en nú er mælt, þá hefir sá firigört fé og friði og í páfans forboði og allra heilagra manna og eigi kirkjugræfur, og svá hverr er honum fylgir til þess. En ef hirðstjórar eða hirð firinemast þessa ferð, þá eru þeir landráðamenn við konunginn, nema full nauðsyn banni. Er hverr bóndi er nemst þessa ferð, sá er nefndur er, sekur fjóra tigi marka við konung, en konungur meti nauðsynjar með skynsamra manna ráði. En í þessa för fari hverr á sínum kostnaði, en konungur inni þeim allan kostnað sinn er eigi hefir áður konungs fé.

5. [Um eiðstaf konungs]

Nú að konungur viti sig því heldur skyldugan lög að halda við þegna sína og um að bæta, þá skal hann þenna eiðstaf hafa þá er hann er til konungs tekinn: Þess legg eg hönd á þessa helga dóma og því skýt eg til guðs að eg skal þau kristin lög halda er inn helgi Ólafur konungur hóf og aðrir hans réttir eftirkomandur hafa nú samþykkt í millum konungs og bónda með hvárratveggju samþykkt og góðra manna ráði um að bæta eftir því viti sem guð gefur mér.

6. [Um eiðstaf lendra manna og hirðstjóra]

Þá skulu og lendir menn og hirðstjórar þenna eiðstaf sverja: Þess leggjum vær hönd á þessa helga dóma og því skjótum vær til guðs og til hins helga Ólafs konungs að vær skulum hollir og trúir vera várum herra konungi, bæði opinberlega og leynilega, og styrkja hann og hans ríki bæði með ráðum og öllum styrk várum. Halda skulum vær og eiða þá er hann hefir svarið öllu landsfólkinu eftir því viti sem guð hefir gefið oss. Svá sé oss guð hollur sem vær satt segjum, gramur ef vær ljúgum.

7. [Um eiðstaf bænda og alþýðu]

Nú að bændur og alþýða viti sig því skyldugari til hollustu og þegnskyldu og hlýðni við konung, þá skulu þér þenna eið sverja konungi, svá margir menn af fylki hverju sem honum líkar: Þess leggjum vær hönd á þessa helga dóma og því skjótum vær til guðs að vær skulum hollir og trúir vera várum konungi, bæði opinberlega og leynilega, með öllum várum styrk og mátt, svá sem góðir þegnar skulu góðum konungi veita alla löglega þjónustu og lýðskyldu með þeim öllum lögum og hlunnindum sem hinn helgi Ólafur konungur skipaði í millum konungs og bónda með hvárratveggju samþykkt. Svá sé oss guð hollur sem vær satt segjum, gramur ef vær ljúgum. Eru eigi aðeins þeir skyldugir til að ábyrgjast þenna eið er sverja, heldur allir þeir er í konungs lýðskyldu eru, alnir og óbornir, og þeir sem hans eiðs vilja njóta.