Munur á milli breytinga „Járnsíða/Mannhelgi“

Úr LagaWiki
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 9. ágúst 2024 kl. 01:00

Járnsíða ÞingfararbálkurKristindómsbálkurMannhelgiKvennagiftingarErfðatalLandabrigðabálkurRekabálkurKaupabálkurÞjófabálkur

1. [Um friðhelgi innan lands og utan]

Það er fyrst í mannhelgi várri að vár landi skal hverr friðheilagur vera innanlands og utanlands. En ef maður vegur mann, þá hefir hann firigört öllu því er hann átti nema jörðu sinni einni, nema hinn hafi áður verkað sér til óhelgi.

2. [Um þegngildi]

Nú þó að allt það sem vegandi átti bæði í landi og lausum eyri felli áður undir konung utan óðalsjarðir að lögum hins helga Ólafs konungs, þá gerði þó hinn virðulegi herra Hákon konungur hinn kórónaði þá miskunn og skipan á eftir inna bestu manna bænarstað að hvárt sem eftir er eignir eða lausafé þá skal konungur taka ekki meira þegngildi en áður er vanði til af fé eða eignum, en ef eigi er þegngildi greið þá skulu frændur veganda lausn eiga á ef þeir vilja leyst hafa.

3. [Um útlegð fyrir konungs sverði]

En ef vegandi fellur í útlegð firi konungs sverði eða hans umboðsmanna eða frændum hins dauða og á hann fé eftir, þá bæti frændur hans fjórðungs gjaldi af því fé, en þeir taki tryggðir og alsætti í mót af frændum hins dauða. Aldregi skal og erfingi selja þær eignir er hann tekur eftir útlaga mann meðan hinn útlægi lifir, en gjalda allar löglegar skuldir af eignum ef eigi er lausafé til.

4. [Um landsvist útlægs manns]

Nú kann sá atburður einnhverr til að gerast að konungur gefur þessum hinum útlæga manni landsvist með orðsendingum og bænarstað góðra manna eða kemur hann á konungs fund og fær grið af konungi, þá skal hann sig svá í frið kaupa við konung sem hans er miskunn til, en bæta þann hlut bóta sem eftir stóð með slíkum salastefnum sem góðir menn sjá að hann megi orka. Skal þetta mál síðan fara til sættar við þá er eftir lifa eftir góðra manna dómi. En þeir sem fé hans varðveittu meðan hann var í útlegð, þá greiði honum slíkt sem þeir tóku í eignum eða lausafé utan landskyldir.

5. [Um skemmdarvíg og níðingsverk]

En engi má jörðu sinni firigera nema hann vegi skemmðarvíg eða geri níðingsverk. Það er skemmðarvíg ef maður vegur á veittar tryggðir, þá hefir hann firigört landi og lausum eyri. Það er annað skemmðarvíg ef maður vegur mann í griðum. Það er hið þriðja ef maður myrðir mann. Það er níðingsverk hið mesta ef maður ræður lönd og þegna undan konungi. En ef konungs umboðsmaður kennir manni landráð við konung, þá skal nefna mann af hirðmönnum konungs jafnbornum þeim er máli á að svara og sæki sá það mál en hinn verist með lögum. Það er annað níðingsverk ef maður hleypur í hernað og herjar á land. Allir eru þeir jamnt útlægir er í þeirri för eru. Það er ið þriðja níðingsverk ef maður rýfur tryggðir þær er að lögum eru tryggðar og hann hafði sjálfur tryggðir að veitt, hvárt sem það er um vígaferði eða aðrar sakar. Það er ið fjórða níðingsverk ef maður leggur eld í bæ manns og brennir upp. Nú eru þau skemmðarvíg og níðingsverk tölð er maður hefir firigört jörðu sinni ef maður verður sannur að, en engi maður skal meira firigera en eign sinni en því er þá er hann eigandi að orðinn.

6. [Um óbótamenn]

Menn þeir er láta líf sitt firi þýfsku eða útilegu, hvárt sem þeir ræna á skipum eða landi, og svá firi morð og fordæðuskap og spáfarar og útisetur að vekja tröll upp og fremja heiðni með því, og þeir menn er gerast flugumenn til að drepa menn þá er þeir eigu engar sakar við og taki fé til, nema konungs umboðsmenn láti refsa til landhreinsanar og friðar, og svá gjörningamenn og svá þeir er konur taka nauðgar eða dætur manna firi utan vilja þeirra manna er forræði eigu á að lögum og svá sjálfra þeirra, hversu sem síðan gerist vili þeirra er samvista gerist, og svá þeir er hefna þessara óbótamanna eða heimta gjöld eftir svá að vitni veit, þá eru þeir óbótamenn allir, firigört fé og friði. En þeir friðhelgir er verja fé sitt og frændkonur firi þeim en hinir eru allir ógildir, hvárt er þeir fá sár eða bana, bæði konungi og frændum.

7. [Um einkamál]

Þessor einkamál váru tekin með ráði Hákonar konungs hins kórónaða, sunarsunar Sverris konungs, með ásjá Magnús konungs sunar hans, Einars erkibyskups og ljóðbyskupa, lendra manna og lærðra, lögmanna og allra annarra hinna vitrustu manna í landinu að minnka manndrápin. Líst oss það líkast til að lög hins helga Ólafs konungs standi eftir því sem hann skipaði, þó að þess hafi eigi hér til gætt verið firi fégirnðar sakir að sá er mann drepur saklaust hafi firigört fé og friði og sé útlægur og ógildur hvar sem hann verður staddur, bæði konungi og frændum. Öllum mönnum mun það og kunnigt vera um þann hinn mykla ósið er langlega hefir verið í várum löndum að þar sem maður verður af tekinn þá vilja frændur hins dauða þann úr ættinni taka er bastur er, þótt hann sé hvárki vitandi né ráðandi hins dauða aftöku, og vilja eigi hefna á þeim er drap þó að þess sé kostur, og nýtur hinn vándi maður svá illsku sinnar og ógyftu. En hinn saklausi geldur svá sinnar spektar og góðrar mannanar og hefir margur maður af því fengið mikið ættarskarð, en konungurinn misst hinna bestu þegna í landinu, og því liggur við óbótasök ef maður höggur hönd eða fót af manni að vilja sínum, en ef það verður í vápna viðurskiptum, þá fari það eftir því sem konungs umboðsmaður dæmir með góðra manna ráði og syni hinn með tylftareiði. Sá maður er tekur kú manns eða annað fé með stolinni hendi, þá er hann dræpur og deyddur hvar sem hann verður staddur. Það hefir og verið oftlega, þó að hvárki sé vel né viðurkæmilegt, að óráðvandir menn hafa hlaupið braut með eiginkonum annarra manna og hafa margir firi það litlu bætt en sumir alls öngu. Og með því að vær væntum að öllum vitrum mönnum virðist þessi sök meiri, bæði firi guði og mönnum, að stela eiginkonum manna heldur en kúum eða búi, þá viljum vær að allir menn viti það að þeir menn er að slíkum óknyttum verða kenndir sé óbótamenn bæði firi konungi og karli, dræpir og deyddir hvar sem þeir verða staddir og eigi að kirkju græfir.

8. [Um dráp föður á syni eða sonar á föður]

Ef faðir verður svá óður að hann drepur sun sinn eða sunur föður sinn, eða bróðir bróður sinn, þá fari sá útlægur og komist aldregi í þrift. En ef sá er drepinn var á sun eftir, einn eða fleiri, eða dóttur skilgetna, þá taki þau svá arf eftir föður sinn sem faðir skyldi ef hann lifði, en ef þeirra er ekki til, þá taki sá er arfi hans er næstur, hvárt sem er karl eða kona. En hverr feðga sem annan drepur eða bróðir bróður, þá fari fé þeirra sem skilt var áður. Svá skal um konur jamnskyldar sem um karlmenn nema hann brjótist úr böndum þeim sem hann var firi æði sakir í settur eða verður váðaverk og sanni það með tylftareiði ef tortryggð leikur á. En ef maður verður óður svá að hann brýst úr böndum og verður hann mannsbani, þá skal bæta af fé hans fullum bótum ef til er. En ef fé er eigi til og verður hann heill, þá fari hann örlendis þar til er hann hefir bætt fullum bótum firi sig. En ef menn sjá æði á honum, bindi sá er vil að ósekju og hafi til þings og bjóði frændum, leysi þar og segi af sína ábyrgð. En öllum mönnum eigu menn vörð að veita að ósekju. En óður maður er ómagi arfa síns, en hann verður eigi fyrr ómagi arfa síns en hann veit að hann er óður og hann má koma höftum á hann ef hann vil. En ef sakaráberi kemur þar arfa hins óða að hann vili eigi hann varðveita, haldi firi eineiði. En ef óður maður særir mann, þá skal hann uppi láta vera sárbætur og læknisfé. En konungur á ekki á því. Nú er það óðs manns verk því aðeins ef hann brýst úr böndum og vitu menn það.

9. [Um dráp karlmanns á konu]

Ef karlmaður drepur konu, þá er hann útlægur, og svá ef kona drepur karlmann, þá er hon útlæg, og svá ef kona drepur konu, þá sé hon útlæg. En ef kona drepur bónda sinn eða ræður hann firi illsku sakir þeirrar er hon hefir legið með manni eða hyggur til, þá sé hon ógild frændum hins dauða, hvárt sem þeir vilja meiða eða drepa hana, en fé hennar gangi í bætur fullar ef hon hefir drepið, en hálf gjöld ef hon hefir ráðið, en af fé hins er drap hafi frændur hins dauða full gjöld en konungur það sem auk er, bæði í landi og lausum eyri, og hinn óbótamaður er ef hann kemst undan. En ef synjar verks eða ráða, syni með tylftareiði.

10. [Um þær sjö konur sem menn mega vega um sektalaust]

Nú eru þær konur sjau er maður má vega um sektalaust við konung og frændur og gefa dauðum sök. Ein er kona manns, önnur móðir, þriðja dóttir, fjórða systir, fimmta stjúpmóðir, sétta sunarkona, sjaunda bróðurkona. Ör skal skera og láta það öru fylgja að hann fann þann mann hjá þeirri einnihverri konu er til eru nefndar og bera vitni um beður eða blæja eða blóð er á klæðum er, eða návistumenn er hjá vóru, karlar eða konur.

11. [Um friðhelgi manns á heimili sínu]

Svá er og mælt að allir menn skulu friðheilagir vera heima að heimili sínu og svá er þeir fara til heima eða frá. En ef bóndi eða bóndason verður veginn heima að heimili sínu eða þá er hann ferr til eða frá, eða akri eða eng með hjónum sínum, þá skal þann mann bæta aftur með fé veganda, tvennum gjöldum ef til er. En ef maður særir mann eða berr eða skemmir fullréttisverkum, þá eykst réttur þeirra að helmingi er firi skemmðum og sáraukum verða, en þeir útlægir er heimafriðinn brjóta og sekir þrettán mörkum við konungs umboðsmann ef hinir lifa. Sá skal vera bani er hjúin bera vitni um og þau segja til, og svá skal átta vetra gamall maður bera heimsóknarvitni sem fulltíði. En sá er heimsóknarvitni berst á hendur, sá er bani að sannur og sýnn og eigi eiðum undan færast, nema því aðeins að hann hafi svá fjarri staddur verið á því dægri er víg var vegið að hann mátti eigi samdægris tvívegis fara til vígs og frá, og væri hann staddur að kirkju eða á þingi eða að samkundu eða skipi, þá beri þeir tólf þegnar hann undan er þá vóru með honum staddir, frjálsir menn og fulltíða, en ef hann var í öngum þessum stað staddur, komi firi sig tylftareiði, en ef þau megu eigi á þingi segja, þá skulu bera tveir menn og bóka sögn þeirra á þingi. En ef maður er særður og má hann mæla, þá er menn hitta hann, þá skal sá vera bani er hann segir fyrst á hendur, ef hann mælir af viti og má hann kenna hann og saga hans kemur bókuð á fyrsta þing, nema hinn skíri sig með tólf manna eiði.

12. [Um víg manna á samkundu]

Ef maður verður drepinn að samkundu, þá skulu þeir bera annað tveggja af eða á er næstir honum eru. En ef þeir bera hann hvárki drepinn né ódrepinn, þá eru þeir sekir við konung þrim mörkum hverr þeirra eða hafi firi sig lýritareið að þeir vissu eigi skaðamann hans, en erfingi sæki þá til tylftareiðar sem fyrr var skilt. En þeir er eigi vildu vitni um bera og vissu, þá skulu þeir aldregi síðan váttbærir vera og engis vitnis njóta.

13. [Um víg manna á þingi]

Ef maður verður högginn á þingi, þá skulu allir eftir renna til skógs eða fjalls, en sá er eigi rennur er sekur tólf aurum, en bauggildismenn og nefgildismenn og námágar skulu eigi renna að lögum. En hverr er björg veitir, þá er sá útlægur nema honum sé óvísavargur, og sveri hann einn firir. En ef maður verður særður á þingi og renna allir eftir þeim manni til skógs eða fjalls er víg vakti. Nú verður hann farinn og ef hann vil að lögum verjast, þá leggi hann niður vápn sín og bjóði lög firi sig. En þegar hann er handlaður og leggur hann vápn sín niður, þá er hann friðheilagur meðan hinn lifir, hinn sári. Binda skal þann mann og færa sóknarmanni þeim er til sóknar er tekinn í því heraði, en hann á að varðveita hann, og svá valdsmaður er honum er færður. En ef sóknari þarf liðs við að gæta hans, þá skal nefna bændur með honum svá marga sem hann þarf. En ef hann hleypur frá sóknarmanni og verður hinn sári dauður, þá er sóknarmaðurinn sjálfur í veði til úrskurðar konungs umboðsmanns, og skipi hann eftir málavöxtum með hinna bestu manna ráði er hann kallar til með sér, en ef sóknarmaður synjar viðurtöku, þá skulu þeir hafa vitni til og setja þann mann bundinn á flet hans. Þá varðar honum æ hið sama nema ofríki taki af honum. En hvervitna er sóknarmaður tekur útlegðarfé, þá skal hann fá mann til að refsa þeim manni er á þing kjömur.

14. [Um víglýsing]

Ef maður er drepinn til dauðs, þá á sá að vera bani er vígi lýsir á hendur sér, en lýst skal vígi samdægris innan heraðs og nefna sig á nafn og náttstað sinn og herað það er hann er úr, og lýsi til frjáls manns og til rétts nafns manns, þá skal á örvarþingi koma fram náttstaður manns, og það skal bóndi sverja, sá er hann var að um náttina, að hann nefndist svá, en til víglýsingar skal á þingi segja. En ef maður vil eigi víglýsingarvitni bera eða eigi sverja náttstað, þá fari til bauggildismaður veganda einnhverr og geri honum stefnu til, annað tveggja á eða af fimmtarþingi. Ef þeir bera hvártki af né á, þá eru þeir sekir þrim mörkum hvárr þeirra, hafi hálft sá er sækir en hálft konungur og njóti engis vitnis síðan og beri ekki vitni og fari réttlausir, og svá um öll önnur vitni. Nú er skírskotað er undir hann innan helgi, en til þessarar sóknar skal eigi heim stefna. Þing skal stefna af fimmtarþingi um svá margar nætur sem menn hafa tekið í þinghá þeirri, og skal á því þingi annaðhvárt fram koma fé eða atför og taka hálfu meira. En ef sá maður, er víglýsing kjömur á hendur, má fara samdægris til og frá þar sem víg var vegið, þá þarf eigi náttstaður fram að koma ef hann á heimili svá nær, utan heraðs og innan. Eigi skal hann fara um þrjá bæi svá að eigi sé vígi lýst frá því er vígið var vegið, nema bauggildis- og nefgildismenn eða námágar hins vegna búi á. En ef hann lýsir eigi svá, þá er hann morðingi réttur og firigört fé og friði. En ef bæði kemur fram á fyrsta þingi víglýsing og saga hins sára, svá borin sem fyrr var skilt, þá skal saga hins sára standa en eigi víglýsing, og berr þó morð af veganda að hann sé útlægur. En ef eigi kjömur saga hins sára fram á fyrsta þingi né heimsóknarvitni, og kjömur víglýsing og sjónarvitni fram, þá skal víglýsing standa ef hon er að lögum borin en eigi sjónarvitni. En erfingi hins dauða skal fara í herað, þar sem sá maður lét sig úr vera, og ef hann finnur hann þá skal hann stefna honum þing, en á því þingi skulu tólf frjálsir menn af honum bera og eigi nefndarvitni og færa fram þar á þinginu. En ef hann vil eigi undan færast, þá er hann sannur að sökinni. Nú ef hann hefir undan færst að lögum, þá fari erfingi hins dauða og sæki svá marga menn sem hann vil, þá sem hjá váru staddir, til tylftareiða með hinu fyrra skilorði.

15. [Um veganda og vægð við hann]

Ef maður er særður og kjömst sá eigi í skóg er særði eða verður höndum tekinn og býður hann lög firi sig, þá eru þar uppi sakbætur konungi og sárbætur hinum og læknisfé eftir skynsamra manna ráði sem lögbók skýrir. En hvar sem maður særir mann þá skulu allir frjálsir menn eftir honum renna, nema bauggildismenn og nefgildis og námágar. Þeir skulu eigi eftir renna nema þeir vili. En hverr annarra sá er eigi vil eftir renna er sekur tólf aurum.

16. [Um sektir við höggun]

Ef maður lýstur mann heiftugri hendi, með hverju sem hann lýstur, þá er hann útlægur og öllu firigört því er hann á nema jörðu sinni og fé því er firi jarðir er, og því fé er hann kjömur til skógs með sér og runnur eða hrísla hylur. En það er eftir er þá skal hinn taka rétt sinn óaukinn úr því fé er firi óvæni varð. En umboðsmaður konungs taki það er auk er, en ef hann vil eigi kaupa sig úr skógi þá skal hann gjalda konungs manni fimm merkur en hinn rétt sinn óaukinn. En ef hann á minna fé, þá skal alla aura jafnt skerða, en hann skal taka tryggðir í mót, en aldregi er hann fyrri friðheilagur en hann hefir bætt við sakarábera og við konungs mann, en ef hann býður báðum þeim bætur þá helgar hann sig, hvárt sem þeir taka við eða eigi. En ef einn maður lýstur eða særir tvá menn eða fleiri í einu atvígi, þá bæti sínum rétti eða sárbótum hverjum þeirra en einum fimm mörkum konungi.

17. [Um það ef útlægur maður lýstur mann]

Ef sá maður kjömur á þing er annaðhvárt er blár eða blóðugur og berr það einn váttur með honum, þá er sá útlægur er laust hann. En ef hann er lostinn eða særður, svá að hann má ekki mæla, skeri hann örvar upp þegar hann má mæla, en þá skal það örvarþing jamnfullt sem ör væri samdægris upp skorin. En ef hann verður dauður, þá skeri sá örvar upp er á jörðu býr.

18. [Um þær örvar þrjár er fé liggur við]

Örvar eru þær þrjár er fé liggur við, ein ör að dauðum manni, önnur að sárum hinum meirum, þriðja ef maður er aflimaður. Erfingi skal örvar skera samdægris er hinn lætur líf sitt, eða hinir skilríkustu návistumenn ef eigi er erfingi við firi váttum, og hafa þing þrínætt þar sem víg er vegið eða á grafarbakka, þá megu þeir dóm dæma þó að eigi komi fleiri menn en sjau og tuttugu. En af þingstöð réttri skal um dæma, þá skal fjórðungur þingmanna koma, þá megu þeir þó dóm dæma þó að eigi komi fleiri til. Allir skulu þeir örvar bera og engi fella, en sá er sekur tólf aurum er þær fellir. En sá er sekur að hálfu meira er hann gerir bæði, fellir örvar og situr heima um þing. Firi váttum skal hann örvar skera, sá skal örum fylgja er á eru lagðar. Nú ef örvar taka hann og sækir eigi þing, þá berr hann á baki sök. En ef örvar taka hann eigi, þá skal stefnu gera honum til þings annars og njóti þar skírsla sinna, ef eigi eru sjónarváttar til, en ef hann á frændur eða erfðarmenn, þá skulu þeir honum boð gera, en ef hann kjömur eigi og firrist hann þing, þá er hann sannur að sök ef eigi banna honum löglegar nauðsynjar. Bóndi hverr skal til þings fara er ör kemur til og fara þar til er hann mætir þeim mönnum er á þingi váru og hverfa þá aftur að ósekju.

19. [Um örvarþing]

Ef sá maður vil ganga á örvarþing er hann er þar firi sökum hafður, þá skal hann æsta sér griða, en bændur skulu selja honum grið á þing og af þingi, fimm nátta grið á sumarsdegi en hálfs mánaðar á vetrardegi. Svá er og mælt að öngum manni skal þinggöngu synja, nema þeim mannsbana, er vegur mann á þingi og verður tekinn í eftirrás, og þjófi þeim er fóli er bundinn á bak. En ef maður verður útlægur á heraðsþingi eða á örvarþingi því er þar er sem heraðþing er skipað. Nú vil þessi maður þar beiða sér þinggöngu, þá skulu bændur eigi játa honum, en hverr maður annarra skal eiga þinggengt og veri þar mál sitt með lögum, en ef honum er bannað eða synjað þinggöngu, þá má þann mann eigi útlægan gera á þingi því. En eftir það þing, þótt hinn deyi úr sárum, þá varðar það ekki bóndum, en bani fari útlægur.

20. [Um frændsemi og umboð á þingi vegna sára]

Ef maður er eigi færr til þings, sá er særður er, þá fari sá eftirmælandi hans er réttur er, hvárt sem það er með frændsemi eða umboði, til og skal selja grið og festu taka eftir því, sem hinn sári. En þau grið og þá festu skal hann svá halda og allir hans frændur sem hann hafi sjálfur festu tekið og selt grið. En ef sá atburður verður að menn særast eða ljóstast og er hvárgi til þings fær og festir hvárstveggi eftirmælandi öðrum lög eða umdæmi góðra manna, þá skal sú festa og griðsala standa af hvárstveggja hendi að jamnfullu sem þeir hafi sjálfir grið selt og festu tekið, en fé þeirra í veði er verk gerðu hvárs við annan en eigi þeirra er festu, nema svá sé skilt. En ef maður andast úr sárum, þá skulu arfar því máli skipta eftir góðra manna umdæmi. Sjálfur hann ef hann lifir til alsættar en eigi hinn er festu tók, nema hann sé arfi. Hvervitna þess er menn hittast á með vandræðum og verður tvinni örvarþing og í sínum stað hvárt og koma báðir til fimmtarþings, þá skal sá fyrri sín vitni ryðja er fyrri skar ör upp, og njóti þar vitna sinna allra þeirra er hann hæfir til, en hinir hlýði til meðan og standi ódæmt mál þeirra til þess er hvárirtveggju hafa rutt sín vitni, en bætur meti vitni þeirra. En ef aðrir tveggju leggja fyrr dóm á og troða þing og vitni hins, þá hefir sá firifarið sókn sinni, en hinn sekur þrim mörkum er dóm lagði á. En hverr annarr baugi er vápnum helt upp en hinn hafi sitt mál er á lögum stendur.

21. [Um þingferð vitnis]

Ef vitni manns ferr til þings, hvárt sem er, það er víglýsing skal fram bera eða náttstaðarvitni, þá er þeir mæta mönnum er á þingi váru, þá skulu þeir skírskota undir þá er á þingi váru að þeir vildu vitni bera ef þeir mætti komast til þings, þá skal það vera að fullu er þeir bera á næsta þingi. En ef það sker úr er þingboð skyldi, þá varðar það ekki bóndum er hinn hefir firrðan sig liði manna, og þó eigi firifarið sókn sinni ef menn vilja mæla um. En engi maður verður að máli felldur nema ör eða maður stefni honum þing.

22. [Ef maður hrindur manni, stingur eða misþyrmir]

Ef maður hrindur manni í eld eða á kaf og um ákastan, og svá ef maður stingur annan með háðung eða heift, og svá ef maður hrindur manni eða hnykkir til sín eða frá, og svá ef maður fellir mann, og allt það er mönnum verður með öfund misþyrmt og hinn skírskotar er firi verður, eða hafa skynsamir menn séð á, þá skal sá bæta er misgerði eftir því sem fimm menn dæma, þeir sem til eru nefndir af hvárstveggja hendi, með þeirri skynsemð sem guð gefur þeim. En hinn er misgerði bæti konungi baugi, en þó að hann skírskoti eigi, þá á hann þó kost að beiða út réttar síns þegar hann vil og sækja með þingstefnu og hafi vátta tvá, þá er nær váru, ef þeir eru til. En ef þeir eru eigi til, þá syni hinn með lýritareiði ef hann er saklauss. En ef maður hleypur að manni og heldur sér sjálfur, þá skal hann bæta hálfrétti en konungi baugi ef skírskotað er. En ef hann verður haldinn og verður skírskotað, þá er fullrétti en konungi tólf aurar. En ef hann heldur sér sjálfur og verður eigi skírskotað, þá er það argafas.

23. Um fullrétti

Ef maður bindur frjálsan mann ósynju, gjaldi fimm merkur konungi en hinum fullrétti er bundinn var.

24. [Um skömm, fjölmæli og fullréttisorð]

Engi maður skal það við annan mæla að hann hafi þegið skömm á sér, hvártki meiri maður né minni, nema honum fylgi tíu menn til þings og sanni mál hans svá sem mælt er í lögum að tveir menn skulu sverja en átta sanna. Þeir tveir skulu hafa bók í hendi og sverja svá: Þess legg eg hönd á helga bók að það höfum vær heyrt en eigi vitum vær hvað satt er. En ef hann missir þeirra vátta, þá er hann útlægur. En hinn skal þó hafa lýritareið firi sig þó að hann hafi þessa vátta alla. En ef hann mælir það við mann að hann ráði lönd og þegna undan konungi, það skal hvártki mæla meiri maður né minni, nema heimiliskviðarvitni fylgi, nema vili gera sig útlægan. En ef maður mælir það við konu manns að hon hafi legið með öðrum manni en bónda sínum, eða kennir dóttur hans að hon liggi með manni, eða systur hans, það skal eigi mæla nema heimiliskviðarvitni fylgi, nema hann vili gera sig útlægan. En ef maður mælir ókvæðisorð við karl eða konu, það er útlegð liggur við, og verður skírskotað, þá skal uppi fullrétti við þann er mælt er við, þó að hann helgi sig með heimiliskviðarvitni, nema hann eigi sókn á að lögum á því máli, þá er þar ekki réttarfar á. Svá skal um öll fjölmæli og fullréttisorð.

25. [Um legorð með annars konu]

Ef maður gerir svá mikið óhæfuverk að hann leggst með konu manns, þá skal hann bæta bónda hennar réttum þrimur. En ef hann vil eigi bæta, þá stefni hann honum þing af þingi. En af því þingi bæti hann honum sem skynsamir menn tólf dæma, sex af hvárs hendi, eða fari útlægur. En ef hann er færr til undanfærslu, syni með tylftareiði. Nú ef maður yrkir um mann það er mönnum virðist til níðs eða háðungar fjórðung vísu eða lengra, þá skal hinn kveðja þings og kveða á þingi, en hinn færist undan með lýritareiði eða fari útlægur og hverr penningur fjár hans nema jarðir. Taki hann fyrst rétt sinn af því fé, en konungs umboðsmaður sé firi því er auk er. Nú hver mál er maður mælir við mann, það er horfir til hneyksla, eða kennir hvinnsku eða fordæðuskap og hann á eigi sókn á, þá er hann fjölmælismaður ef hinn skírskotar, nema hann hafi heimiliskviðarvitni á hendi honum, þá skal hann sverja tylftareið. En ef hinn missir heimiliskviðarvitnis á þingi, þá er hann útlægur.

26. [Um rógsmenn]

Svá er mælt um rógsmenn alla, þá er rægja menn við konung eða jarl eða byskup eða valdsmenn, ef hann rægir fjörvi manns, þá skal hann sínu fjörvi firirægt hafa. Nú rægir hann fé manns, þá skal sá sínu fé jamnmyklu rægt hafa, nema hann syni með lýritareiði. En ef hann kennir það rógmanni að hann hafi fengið af orðum hans óþokka konungs, haldi firir lýritareiði eða gjaldi þrjár merkur. Engi á sök á sönnu.

27. [Um fulltíða förumenn]

Maður hverr fulltíða, er gengur húsa á meðal og þiggur ölmusu, hann á engan rétt á sér meðan hann gengur með vánarvöl og hann er heill og verkfærr. En þegar hann fær sér matar sjálfur eða frændur hans og klæða, þá er hann þegar réttnæmur. Engan rétt á konungur á þeim manni er engan á sjálfur á sér.

28. [Ef frjáls maður er seldur af landi eða í útlegð]

Ef maður selur frjálsan mann af landi eða í útlegð, þá er hann sekur tólf mörkum við konung og komi manninum í land aftur, en bæti hinum rétti. En ef hann má honum eigi aftur koma, gjaldi hann fullum bótum, en ef hann synjar, haldi firi lýritareiði.

29. [Réttarbætur og einkamál um skaða]

Þessar réttarbætur og einkamál váru tekin um allan Noreg eftir forræði og skipan Magnúss konungs, sunar Hákonar konungs, og með ásjón og tillögu Jóns erkibyskups og annarra byskupa, lendra manna og lærðra, stallara og lögmanna og hinna vitrustu manna af öllum hlutum landsins, að um þá menn er mönnum verða að skaða fari eftir því sem áður vátta lög. En af fé veganda dæmi sex menn skilríkir, löglega til nefndir, slíka gerð eftir lagaskilorði, sem þeir sjá réttlegast firi guði og málavextir eru til, erfingjum hins dauða einum. En allar aðrar frændbætur og saktal skal falla niður svá að hvárgis frændur aðrir taki né gjaldi framarr en nú er skilt. Nú vinnst eigi fé veganda bæði til þegngildis og bóta, þá skal svá skerða firi hvárum sem tala rennur til eftir fjármagni. En ef nokkurr gengur á þetta, þá hefir hann firigört fé og friði og verði aldri síðan bótamaður, og svá allir þeir er ráð leggja til þess að sjá skipan sé rofin eða á hana gingið. Þessar réttarbætur fleiri lét Magnús konungur þvísa fylgja að þó að níðingsverk eða skemmdarvíg sé vegin, þá skal fyrst lúka mannbætur af fé víganda. En konungur hafi það sem auk er. En ef minna hleypur af en þegngildi, þá skerði firi báðum eftir því sem tala rennur til. Svá játaði og Magnús konungur að hvergi skal konungur fyrr taka fé mannsbana og engan annan útlægan eyri en áður sé loknar allar löglegar skuldir þær sem fyrr váru görvar, en fé eiganda felli í þá sök.

30. [Um voðaverk]

Hér segir um váðaverk og eru þau með athygli skoðandi og með skynsemð greinandi með hverjum atburðum er þau kunna til að falla, því að í öllum stöðum er menn skulu sér til þarfinda vinna og mönnum til haglegra hluta lið að veita, þá eru þessi váðaverk meirr virðandi en hin er engi nauðsyn dregur til nema gáleysi og mikið skammsýni. Nú þó að tveir menn fari í skóg saman eða rekastrandir og skýst annars öx á annan að óvilja þess er á skafti helt og deyr hann af, þá skal hinn bæta fjórðung bóta erfingjum hins dauða og synja með séttareiði að hann vildi þetta eigi gört hafa og skal svá hvervitna þess konar váðaverk fara er þeir hafast það að er til nytsemdar er, hvárt er menn fá af mein eða bana eða sár að óvilja þess er gjörði, og er þetta sektalaust við konung, en öll önnur váðaverk, svá sem að kasta eða skjóta yfir hús eða hæðir eða skip eða í leika að ganga eða aðra þarfleysu að gera, hvárt er menn fá af mein eða sár eða bana að óvilja þess er gerði, þá skal bæta hálfum bótum og syni þó vilja síns með séttareiði. Þetta er sektalaust við konung og ekki á konungur á váðaverkum.

31. [Um rýtingaburð og knífa]

Það er öllum mönnum kunnigt að rýtningar eru firiboðnir að bera, en sá er berr, hann er sekur við konung sex aurum. En sá er bregður knífi að manni og kjömur eigi fram, hann skal bæta fullum rétti þeim er hann brá að, en konungi tólf aurum. Nú ef maður leggur mann með knífi, þá er hann útlægur og bæti þeim er hann lagði sem tólf menn dæma og þeir sjá að hinn er vel sæmður af. En konungs sóknarmaður skal taka þann er lagði og færa á þing og láta þann kníf keyra í gegnum hönd hans, og skal hann kaupa sig í frið með þessari refsing ef hinn lifnar og ábyrgist sjálfur sár sitt. En ef hinn deyr er saklaus er lagður, þá er sá dræpur er lagði, hvar sem hann er staddur. En ef hann kemst undan, fari hann útlægur, nema landsstjórnarmönnum virðist nokkurar nauðsynjar til hafa gengið. En fé víganda fari eftir fyrra lagaskilorði, bæði þegngildi og bætur. Með sama skilorði skal vera ef maður skýtur að manni þó að ekki taki, þá bæti konungi sex aurum, en hinum fullrétti er hann skaut að. En ef hann særir mann með skoti, þá skal sá er skaut slíka refsing firi fá sem hinn er lagði með knífi og svá þó að hinn deyi er skotinn var, þá skal hinn er skaut undir sömu refsing og hinn er lagði og með sama skilorði greiða bæði þegn og bætur.

32. [Um mannsbit]

Það er eigi viðurkæmilegt að menn bítist um sem hundar eða hestar. Nú sá maður er mann bítur, þá skal sóknarmaður taka þann er beit og færa á þing og láta brjóta framtennur úr höfði honum, þeim er beit, og sé síðan saklaust við konung firi refsing þessa, og bæti þeim er hann beit eftir því sem tólf menn dæma og þeir sjá firi guði að hann sé vel sæmður af.

33. [Um boðflennur og slímusetur]

Menn þeir er til þess vilja hafa sig að ganga í samkundir manna óboðið af þess hendi er veisluna á, og sitja þar slímusetri, og þó að þeir verði harðlega á brott reknir eða þar nokkuð misþyrmt, þá eru þeir hálfréttismenn og sekir þrim mörkum við konung. Er þetta firi því gört að margur góður maður hefir fingið skemmðir og vandræði firi þeirra óhlutvendi.

34. [Veganda skal til þings færa, bundinn eða fjötraðan]

Svá er og staðfastlega tekið um allt landið að ef maður drepur mann eða veitir honum þær ákomur eða gerir þau nokkur verk sem hann á að láta líf firi eða limu að lögum, þá skulu þeir sem næstir verða eða þeir sem fyrst megu ná, taka þann mann og færa umboðsmanni konungs bundinn eða fjötraðan. Þá er hann skyldur að færa á þing, en bændur skulu dæma þann mann eftir lögum á þingi. En konungs umboðsmaður láti refsa honum eftir lögum. Nú er þessu því svá skipað að engi má þetta syndalaust gera, nema sá dómari er höfðingi hefir til þess skipað, því að lögin refsa en eigi hann, þó að hann geri sína skyldu eftir lögum. En aðrir gera með heift og öfund, og því veitir það jafnan að þeir fá fyrst mannskaða og svara síðan stórum skriftum með frekum fjárgjöldum og löngum útlegðum og hörðum afarkostum og hafa þá slíkan mannskaða sem áður. Nú hverr sem öðru vís gerir og prófast svá að hann mátti þvísa áleiðis koma, þá er hann útlægur til þess er konungs umboðsmaður gerir skipan á eftir málavöxtum hvað nauðsyn til rak þeim sem gjörði. Nú hefir sá eigi liðskost til sem átelur, þá skal hann segja valdsmanni, og ef valdsmaður krefur liðs með sér, þá er hverr sekur þrim aurum er eigi ferr, nema nefgildismenn og bauggildismenn og námágar. Nú eru þeir allir friðhelgir er til sækja, en hinir allir er verja útlægir, hvárt er þeir hljóta ben eða bana.

35. [Um það er lögbók vottar]

En af því að lögbók váttar svá víða.

36. [Um lagarétt á konum sem menn vilja enga rækt á leggja]

Svá er tekið um allt landið að um konur þær allar er mönnum eru skyldar og menn vilja enga rækt á leggja, þá viljum vær að engi taki meira en lagarétt á þeim. En ef frændur konunnar vilja leggja til hennar slíka heimanfylgju sem skynsamir menn sjá að hinn megi vel við taka er konuna hefir legið, og vill hann þá eigi festa hana, þá skal hann gjalda slíkan rétt firi þá konu sem tólf menn löglega til nefndir vilja dæmt hafa. En ef frændur vilja ekki til leggja, þá skal sá er konuna hefir legið bæði bjóða og bæta lagarétt. En ef hinn vil eigi við taka er þann rétt á að lögum og vinnur á þeim er konu hefir legið, þá vinnur hann á saklausum manni og svari sem lög vátta. En allar þær meyjar og konur er menn leggja rækð á og verða þær legnar, þá skulu það dæma tólf menn, bæði rétt og ráðspell eftir því sem þeir sjá að hinn er sæmður af er réttinn á að heimta.

37. [Um niðurfall jafnaðareiða í sættargerðum]

Svá líst oss og öðrum skynsömum mönnum að um þá jafnaðareiða sem menn hafa haft í sættargerðum manna, að það sé meirr með ofkappi gört heldur en lögum og réttindum. Og af því að vær höfum öllum mönnum lög svarið í ríkinu, þá viljum vær að þessir eiðar falli vandlega niður og þá eina uppi láta sem lögbækur vátta, en það eru duleiðar, og um kennslumál þau sem eigi eru lögleg vitni til. Svá líst oss og háskasamlegt firi guði að þar sem sá maður sverr firi sem máli á að svara, þá skulu allir sverja eftir hans eiðstaf, þó að þeir viti eigi hvárt er þeir sverja satt eða eigi. Nú viljum vær þá skipan á gera að sá sveri fullan eið firi sig er firi máli er, en aðrir sanni hans eið með því skilorði að eigi vitu þeir sannari fyri guði en þeir sverja.